Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Jesús sem húsmóðir, það var sú hugsun sem skaust til hennar um morguninn. Húsmóðir af gamla skólanum, ekki sú sem pantar pizzu á línuna heldur eitthvað saðsamara. Brauð og fisk. Þessi húsmóðurhugsun meistarans heillaði hana. Auðvitað vildi hann ekki láta fólkið fara frá sér eftir að hafa fylgt honum hvert fótmál og hlustað á hann. Nei, húsmóðurleg augu hans sáu að fólkið var úrvinda og með gaulandi garnir. Hann fann til með fólkinu. Nú var úr vöndu að ráða. Fáeinir fiskar og fimm brauð dugðu skammt. En þá tók kærleikshjarta hinnar himnesku húsmóður kipp og eldhúslið andans bretti upp ermar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Jesús sem húsmóðir, það var sú hugsun sem skaust til hennar um morguninn. Húsmóðir af gamla skólanum, ekki sú sem pantar pizzu á línuna heldur eitthvað saðsamara. Brauð og fisk. Þessi húsmóðurhugsun meistarans heillaði hana. Auðvitað vildi hann ekki láta fólkið fara frá sér eftir að hafa fylgt honum hvert fótmál og hlustað á hann. Nei, húsmóðurleg augu hans sáu að fólkið var úrvinda og með gaulandi garnir. Hann fann til með fólkinu. Nú var úr vöndu að ráða. Fáeinir fiskar og fimm brauð dugðu skammt. En þá tók kærleikshjarta hinnar himnesku húsmóður kipp og eldhúslið andans bretti upp ermar.