Guðspjall

Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Matteusarguðspjall 7.12-14

Hundrað orða hugleiðing

Náungakærleikurinn er gagnkvæmur. Enginn tekur aðeins á móti heldur verður og að rétta gjafmilda hönd út til annarra. Stundum verður kærleiksstraumurinn frá þér slitróttur og meira en það, hann stöðvast. Þér finnst ekki vera rými fyrir mörg önnur en þig á tvíbreiðri vegreininni því að þú ert að flýta þér í önnum dagsins. Þú telur þig oft hafa forgang að kærleikanum. Endastöð þeirrar vegferðar er ískyggileg að mati meistarans: glötun. En það er líka til annar vegur. Þröngur gæfuslóði, yfirlætislaus og fáfarinn, þar sem þú tekur í hönd þurfandi náunga þíns og þið haldið til móts við lífið, gagnkvæman náungakærleik.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjall

Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Matteusarguðspjall 7.12-14

Hundrað orða hugleiðing

Náungakærleikurinn er gagnkvæmur. Enginn tekur aðeins á móti heldur verður og að rétta gjafmilda hönd út til annarra. Stundum verður kærleiksstraumurinn frá þér slitróttur og meira en það, hann stöðvast. Þér finnst ekki vera rými fyrir mörg önnur en þig á tvíbreiðri vegreininni því að þú ert að flýta þér í önnum dagsins. Þú telur þig oft hafa forgang að kærleikanum. Endastöð þeirrar vegferðar er ískyggileg að mati meistarans: glötun. En það er líka til annar vegur. Þröngur gæfuslóði, yfirlætislaus og fáfarinn, þar sem þú tekur í hönd þurfandi náunga þíns og þið haldið til móts við lífið, gagnkvæman náungakærleik.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir