Guðspjall dagsins:

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

Matteusarguðspjall 23.1-12

Hundrað orða hugleiðing

Jesús talar af dirfsku og pólitískum krafti. Fólkið hlustar og horfir vonaraugum til hans: Kærleikurinn gegn spilltu valdi. Hann talar gegn uppskrúfuðu kirkjuvaldi aldanna og sjóndöpru ríkisvaldi. Valdinu sem sýnist og daðrar við hégóma. Valdið skipar, gerir annað. Leggur byrðar á fólk og snertir þær ekki einum fingri heldur þýtur í burtu á blásvörtum eðalkagga. Rykfallin veraldleg heiðursmerki sliga kragann og litskrúðugir tignarborðar trosna á fremsta bekk vígðra. Kallast meistarar af mönnum. En það er bara einn meistari, og öll eru bræður og systur. Einn leiðtogi, Kristur. Þau auðmjúku ganga sólbjartan veg hans. Stertimenni valdsins híma týnd við feysknar valdastoðir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjall dagsins:

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

Matteusarguðspjall 23.1-12

Hundrað orða hugleiðing

Jesús talar af dirfsku og pólitískum krafti. Fólkið hlustar og horfir vonaraugum til hans: Kærleikurinn gegn spilltu valdi. Hann talar gegn uppskrúfuðu kirkjuvaldi aldanna og sjóndöpru ríkisvaldi. Valdinu sem sýnist og daðrar við hégóma. Valdið skipar, gerir annað. Leggur byrðar á fólk og snertir þær ekki einum fingri heldur þýtur í burtu á blásvörtum eðalkagga. Rykfallin veraldleg heiðursmerki sliga kragann og litskrúðugir tignarborðar trosna á fremsta bekk vígðra. Kallast meistarar af mönnum. En það er bara einn meistari, og öll eru bræður og systur. Einn leiðtogi, Kristur. Þau auðmjúku ganga sólbjartan veg hans. Stertimenni valdsins híma týnd við feysknar valdastoðir.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir