Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? Eða höggorm þegar það biður um fisk? Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Matteusarguðspjall 7.7-12

Hundrað orða hugleiðing

Mér fannst þetta alltaf vera kjaftshögg skaparans, sagði kvikmyndaleikstjórinn. Hvað áttu við? spurði vinsæla þáttagerðakonan. Jú, þessi líka flotti formáli um að gefast aldrei upp. Ég gat sko skrifað upp á það. Leita, biðja, og finna, láta opna fyrir sér eftir að hafa barið hraustlega á dyrnar. Það kostar sitt að gera kvikmynd og sjóðirnir ekki allir skilningsríkir. Sem listrænum stjórnanda finnst mér þessi samanburður vera utan handrits. Ég vondur? Ég? Skella fram steini og höggormi, sem við myndum aldrei gefa börnum okkar þó þau séu að gera mann gráhærðan með velmegunarsuðinu í sér. En ég skil pointið í textanum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? Eða höggorm þegar það biður um fisk? Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Matteusarguðspjall 7.7-12

Hundrað orða hugleiðing

Mér fannst þetta alltaf vera kjaftshögg skaparans, sagði kvikmyndaleikstjórinn. Hvað áttu við? spurði vinsæla þáttagerðakonan. Jú, þessi líka flotti formáli um að gefast aldrei upp. Ég gat sko skrifað upp á það. Leita, biðja, og finna, láta opna fyrir sér eftir að hafa barið hraustlega á dyrnar. Það kostar sitt að gera kvikmynd og sjóðirnir ekki allir skilningsríkir. Sem listrænum stjórnanda finnst mér þessi samanburður vera utan handrits. Ég vondur? Ég? Skella fram steini og höggormi, sem við myndum aldrei gefa börnum okkar þó þau séu að gera mann gráhærðan með velmegunarsuðinu í sér. En ég skil pointið í textanum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir