Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Margir sögðu að hann væri tækifærissinni og hefði alltaf reiknað dæmið sér í hag og léti líta svo út að hann hefði bara gefið af víðkunnri gæsku sinni. Vinum sínum sagði hann að lífsmóttó sitt væri að þræða milliveg velferðarkærleikans sem honum fannst að kæmi öllum vel því ekki gæti hann frelsað heiminn. Var ekki annars búið að því? Hann væri vonandi sem hversdagslegur syndari inni í þeim frelsunarpakka og benti þó á skilvirkt örlæti sitt gagnvart þeim sem byggju við fjölþættan vanda – eins og hann orðaði það. Alltaf klókur samningamaður þegar kom að freistandi kostakjörum eilífðarinnar eða gráðugum eldslogum.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Margir sögðu að hann væri tækifærissinni og hefði alltaf reiknað dæmið sér í hag og léti líta svo út að hann hefði bara gefið af víðkunnri gæsku sinni. Vinum sínum sagði hann að lífsmóttó sitt væri að þræða milliveg velferðarkærleikans sem honum fannst að kæmi öllum vel því ekki gæti hann frelsað heiminn. Var ekki annars búið að því? Hann væri vonandi sem hversdagslegur syndari inni í þeim frelsunarpakka og benti þó á skilvirkt örlæti sitt gagnvart þeim sem byggju við fjölþættan vanda – eins og hann orðaði það. Alltaf klókur samningamaður þegar kom að freistandi kostakjörum eilífðarinnar eða gráðugum eldslogum.





