Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Næsta dag hugðist Jesús fara til Galíleu. Hann hitti þá Filippus og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Filippus var frá Betsaídu, sömu borg og Andrés og Pétur. Filippus fann Natanael og sagði við hann: „Við höfum fundið þann sem Móse skrifar um í lögmálinu og einnig spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“
Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“
Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.“
Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti sem engin svik eru í.“ Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“
Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu áður en Filippus kallaði á þig.“
Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“
Jesús spyr hann: „Trúir þú af því að ég sagði við þig: Ég sá þig undir fíkjutrénu? Þú munt sjá það sem þessu er meira.“ Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.“

Jóhannesarguðspjall 1.43-51

Hundrað orða hugleiðing

Við. Ég og hann. Þú og hann. Magnaður tími fór í hönd. Kross kyssir himin. Héldum að það yrði sælan ein en leiðin reyndist sárgrýtt á köflum. Meistarinn frá Nasaret segir mér og þér mildilega að fylgja sér. Auðvitað. Og ég bið þig um að koma og sjá hann. Núna. Fann að þarna var meira á ferð en eitthvað hversdagslegt. Það var grunnur að nýju lífi. Við sögðum: „Þú ert Guð.“ Hann sagði okkur fagnaðarerindið sem við höfðum beðið eftir: Himinninn opinn og englar Guðs umfaðma Mannssoninn. Síðan höfum við horft í djúp himins og jarðar. Fundið læknandi hönd þína.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Næsta dag hugðist Jesús fara til Galíleu. Hann hitti þá Filippus og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Filippus var frá Betsaídu, sömu borg og Andrés og Pétur. Filippus fann Natanael og sagði við hann: „Við höfum fundið þann sem Móse skrifar um í lögmálinu og einnig spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“
Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“
Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.“
Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti sem engin svik eru í.“ Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“
Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu áður en Filippus kallaði á þig.“
Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“
Jesús spyr hann: „Trúir þú af því að ég sagði við þig: Ég sá þig undir fíkjutrénu? Þú munt sjá það sem þessu er meira.“ Og hann segir við hann: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.“

Jóhannesarguðspjall 1.43-51

Hundrað orða hugleiðing

Við. Ég og hann. Þú og hann. Magnaður tími fór í hönd. Kross kyssir himin. Héldum að það yrði sælan ein en leiðin reyndist sárgrýtt á köflum. Meistarinn frá Nasaret segir mér og þér mildilega að fylgja sér. Auðvitað. Og ég bið þig um að koma og sjá hann. Núna. Fann að þarna var meira á ferð en eitthvað hversdagslegt. Það var grunnur að nýju lífi. Við sögðum: „Þú ert Guð.“ Hann sagði okkur fagnaðarerindið sem við höfðum beðið eftir: Himinninn opinn og englar Guðs umfaðma Mannssoninn. Síðan höfum við horft í djúp himins og jarðar. Fundið læknandi hönd þína.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir