Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8. 23-27

Hundrað orða hugleiðing

Þegar þér finnst þú vera að farast skaltu rísa á fætur og vekja meistarann frá Nasaret og segja honum frá sálarangist þinni. Það skiptir engu máli þó að trú þín sé sterk, veik eða engin. Þú skalt fara því að hann tekur á móti þér. Láttu það ekki koma þér á óvart hversu mannlegur hann er þó að ofinn sé úr guðlegum þráðum. Margur styggist þegar svefnrónni er raskað. Meistarinn lægir allar öldur óttans í huga þínum og reisir þig upp til lífsins. Þú undrast kannski að hann gefi sér tíma til að sinna þér. En þú ert uppáhaldið hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðspjall 8. 23-27

Hundrað orða hugleiðing

Þegar þér finnst þú vera að farast skaltu rísa á fætur og vekja meistarann frá Nasaret og segja honum frá sálarangist þinni. Það skiptir engu máli þó að trú þín sé sterk, veik eða engin. Þú skalt fara því að hann tekur á móti þér. Láttu það ekki koma þér á óvart hversu mannlegur hann er þó að ofinn sé úr guðlegum þráðum. Margur styggist þegar svefnrónni er raskað. Meistarinn lægir allar öldur óttans í huga þínum og reisir þig upp til lífsins. Þú undrast kannski að hann gefi sér tíma til að sinna þér. En þú ert uppáhaldið hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir