Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú var mikill fjöldi saman kominn og menn komu til Jesú úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu: „Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið og fuglar himins átu það upp. Sumt féll á klöpp. Það spratt en skrælnaði af því að það hafði ekki raka. Og sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt.“ Að svo mæltu hrópaði Jesús: „Hver sem eyru hefur að heyra hann heyri.“
En lærisveinar hans spurðu Jesú hvað þessi dæmisaga þýddi. Hann sagði: „Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.
En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð. Það er féll hjá götunni merkir þá sem heyra orðið en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir. Það er féll á klöppina merkir þá sem taka orðinu með fögnuði er þeir heyra það en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund en falla frá á reynslutíma. Það er féll meðal þyrna merkir þá er heyra en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt. En það er féll í góða jörð merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.

 Lúkasarguðspjall  8.4-15

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn sjálfur lýsir mér í nokkrum hnitmiðuðum orðum. Ekki í fyrsta sinn. Alltaf verið veikur fyrir góðum boðskap sem eitthvert púður er í. Já, en verið dálítið laus í hugarrásinni. Þess vegna hitti ég sjálfan mig þarna á götuhorninu við hliðina á djöfsa eftir samkomuna. Og hann bara reif allt niður sem sungið var, sagt og téð. Skildi mig svo eftir nákaldan og ég skreið upp á þurra klöppina. Greip í boðskapinn en rótin rann frá mér. Settist um morguninn við kæfandi þyrnigerðið í vinnunni. Um kvöldið plægði ég í gegnum hugann. Vonast til að bera ávöxt. Með stöðuglyndi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú var mikill fjöldi saman kominn og menn komu til Jesú úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu: „Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið og fuglar himins átu það upp. Sumt féll á klöpp. Það spratt en skrælnaði af því að það hafði ekki raka. Og sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt.“ Að svo mæltu hrópaði Jesús: „Hver sem eyru hefur að heyra hann heyri.“
En lærisveinar hans spurðu Jesú hvað þessi dæmisaga þýddi. Hann sagði: „Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.
En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð. Það er féll hjá götunni merkir þá sem heyra orðið en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir. Það er féll á klöppina merkir þá sem taka orðinu með fögnuði er þeir heyra það en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund en falla frá á reynslutíma. Það er féll meðal þyrna merkir þá er heyra en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt. En það er féll í góða jörð merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.

 Lúkasarguðspjall  8.4-15

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn sjálfur lýsir mér í nokkrum hnitmiðuðum orðum. Ekki í fyrsta sinn. Alltaf verið veikur fyrir góðum boðskap sem eitthvert púður er í. Já, en verið dálítið laus í hugarrásinni. Þess vegna hitti ég sjálfan mig þarna á götuhorninu við hliðina á djöfsa eftir samkomuna. Og hann bara reif allt niður sem sungið var, sagt og téð. Skildi mig svo eftir nákaldan og ég skreið upp á þurra klöppina. Greip í boðskapinn en rótin rann frá mér. Settist um morguninn við kæfandi þyrnigerðið í vinnunni. Um kvöldið plægði ég í gegnum hugann. Vonast til að bera ávöxt. Með stöðuglyndi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir