Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: „Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er sú sem trúði því að rætast mundi það sem Drottinn lét segja henni.“

Lúkasarguðspjall 1.39-45

Hundrað orða hugleiðing

Þær ólu syni og urðu mæður sannleikans. Jóhannes skírari Elísabetarson fór sínar leiðir og ómsterk rödd hans hljómaði hátt. Fólk laðaðist að honum – hann var áhrifavaldur. Yfirvöld fengu orð í eyra frá honum og hann sagði sannleikann um þau. Galt fyrir það með lífi sínu; hálshöggvinn. Maríusonurinn, ilmur himinsins, guðsonurinn, hann sem sagði að sannleikurinn myndi veita frelsi, var tekinn af lífi, krossfestur. Þolir vald frelsara? Sannleikurinn er eldur, orð eru dýr, líka málfrelsið. Þegar sannleikurinn tekur á valdinu grípur það til sinna óráða og heldur áfram för sinni í villuskýinu. En sannleikurinn lifir – kærleikurinn hrópar gegn valdi og þöggun.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

En á þeim dögum tók María sig upp og fór með flýti til borgar nokkurrar í fjallbyggðum Júda. Hún kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísabetu. Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar og Elísabet fylltist heilögum anda og hrópaði hárri röddu: „Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns. Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín? Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu. Sæl er sú sem trúði því að rætast mundi það sem Drottinn lét segja henni.“

Lúkasarguðspjall 1.39-45

Hundrað orða hugleiðing

Þær ólu syni og urðu mæður sannleikans. Jóhannes skírari Elísabetarson fór sínar leiðir og ómsterk rödd hans hljómaði hátt. Fólk laðaðist að honum – hann var áhrifavaldur. Yfirvöld fengu orð í eyra frá honum og hann sagði sannleikann um þau. Galt fyrir það með lífi sínu; hálshöggvinn. Maríusonurinn, ilmur himinsins, guðsonurinn, hann sem sagði að sannleikurinn myndi veita frelsi, var tekinn af lífi, krossfestur. Þolir vald frelsara? Sannleikurinn er eldur, orð eru dýr, líka málfrelsið. Þegar sannleikurinn tekur á valdinu grípur það til sinna óráða og heldur áfram för sinni í villuskýinu. En sannleikurinn lifir – kærleikurinn hrópar gegn valdi og þöggun.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir