Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús: „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“
Og Jesús sagði: „Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni. Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess.“

Markúsarguðspjall 4.26-32

Hundrað orða hugleiðing

Þeir voru á svipuðum aldri. Ungir fjölskyldumenn. Stundum skiptust þeir á orðum um veðrið eða bílastæðin fyrir framan blokkina. Stöku sinnum hvöttu þeir hvor annan með bros á vör að koma í ræktina eða í kirkjuna. Pakkað í ræktinni, sagði nágranninn. Eiginlega um of. En er ekki fátt í kirkjunni? Enginn kvartar sem kemur. Svo var það einn morguninn að nágranni hans spurði hvort hann mætti ekki kíkja með honum í kirkjuna. Ekkert sjálfsagðara, það væri enda uppskerutími. Sagðist viss um að hann væri móttækilegur fyrir fagnaðarerindinu. Já, væri með rétta jarðveginn í hjartanu og massaðar greinar fyrir fugla himinsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús: „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð. Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu. En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“
Og Jesús sagði: „Við hvað eigum við að líkja Guðs ríki? Með hvaða dæmi eigum við að lýsa því? Líkt er það mustarðskorni. Þegar því er sáð í mold er það smærra hverju sáðkorni á jörðu. En eftir að því er sáð tekur það að spretta, það verður öllum jurtum meira og fær svo stórar greinar að fuglar himins geta hreiðrað sig í skugga þess.“

Markúsarguðspjall 4.26-32

Hundrað orða hugleiðing

Þeir voru á svipuðum aldri. Ungir fjölskyldumenn. Stundum skiptust þeir á orðum um veðrið eða bílastæðin fyrir framan blokkina. Stöku sinnum hvöttu þeir hvor annan með bros á vör að koma í ræktina eða í kirkjuna. Pakkað í ræktinni, sagði nágranninn. Eiginlega um of. En er ekki fátt í kirkjunni? Enginn kvartar sem kemur. Svo var það einn morguninn að nágranni hans spurði hvort hann mætti ekki kíkja með honum í kirkjuna. Ekkert sjálfsagðara, það væri enda uppskerutími. Sagðist viss um að hann væri móttækilegur fyrir fagnaðarerindinu. Já, væri með rétta jarðveginn í hjartanu og massaðar greinar fyrir fugla himinsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir