Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“

Markúsarguðspjall 13.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Hann fékk hugmyndina þegar vinur hans fór að flytja inn eftirlitsmyndavélar fyrir heimili og stofnanir. Ekki var verra að vörumerkið væri „God´s eye“. Þessi texti með hvatningu um að halda vöku sinni allar stundir hafði truflað hann svo oft. Nú skaut hann viðskiptahugmynd að sóknarnefndinni. Góður afsláttur fyrir sóknarbörnin á snjalleftirlitsmyndavélinni „God´s eye“ og hægt var að velja eigin stillingar: Glaðvakandi, velvakandi, vakandi og hálfvakandi. Hvert þrusk eða hreyfing fyrir framan vélina sendi samstundis mynd og hljóð í símann. Þú varst ætíð vakandi samkvæmt eigin vali á vökustigi á verðinum. Snjalla eftirlitsmyndavélin var með þínum hætti dyravörðurinn í umboði þínu!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“

Markúsarguðspjall 13.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Hann fékk hugmyndina þegar vinur hans fór að flytja inn eftirlitsmyndavélar fyrir heimili og stofnanir. Ekki var verra að vörumerkið væri „God´s eye“. Þessi texti með hvatningu um að halda vöku sinni allar stundir hafði truflað hann svo oft. Nú skaut hann viðskiptahugmynd að sóknarnefndinni. Góður afsláttur fyrir sóknarbörnin á snjalleftirlitsmyndavélinni „God´s eye“ og hægt var að velja eigin stillingar: Glaðvakandi, velvakandi, vakandi og hálfvakandi. Hvert þrusk eða hreyfing fyrir framan vélina sendi samstundis mynd og hljóð í símann. Þú varst ætíð vakandi samkvæmt eigin vali á vökustigi á verðinum. Snjalla eftirlitsmyndavélin var með þínum hætti dyravörðurinn í umboði þínu!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir