Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Og hann sagði við þau: „Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast.“

Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar. Og hann sagði við þau: „Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það í Jerúsalem. Þið eruð vottar þessa. Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þið íklæðist krafti frá hæðum.“

Síðan fór hann með þau út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þau. En það varð, meðan hann var að blessa þau, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins. En þau féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. Og þau voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð.

Lúkasarguðspjall 24.(44-49) 50-53

Hundrað orða hugleiðing

Þau horfðu á eftir honum. Hann var farinn. Varla búinn að sleppa blessunarorðunum þegar hann hvarf þeim sjónum. Upp numinn. Þau horfðu undrandi og örlítið ráðvillt á mennsk og guðleg fótspor hans í mjúkum sandinum sem aldrei myndi draga í. Einhvern veginn hafði hann runnið saman við himininn sem hafði þó aldrei verið langt undan. Þeim fannst oftast sem hann héldi á himninum og augun hans voru sem stjörnur og sól. En þó var hann ekki farinn. Hann sagðist skyldu senda þeim andann og það var ekki neitt smáræði. Þau myndu verða íklædd  krafti frá hæðum. Sá kraftur var vonarsól.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Og hann sagði við þau: „Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast.“

Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar. Og hann sagði við þau: „Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það í Jerúsalem. Þið eruð vottar þessa. Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þið íklæðist krafti frá hæðum.“

Síðan fór hann með þau út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þau. En það varð, meðan hann var að blessa þau, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins. En þau féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. Og þau voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð.

Lúkasarguðspjall 24.(44-49) 50-53

Hundrað orða hugleiðing

Þau horfðu á eftir honum. Hann var farinn. Varla búinn að sleppa blessunarorðunum þegar hann hvarf þeim sjónum. Upp numinn. Þau horfðu undrandi og örlítið ráðvillt á mennsk og guðleg fótspor hans í mjúkum sandinum sem aldrei myndi draga í. Einhvern veginn hafði hann runnið saman við himininn sem hafði þó aldrei verið langt undan. Þeim fannst oftast sem hann héldi á himninum og augun hans voru sem stjörnur og sól. En þó var hann ekki farinn. Hann sagðist skyldu senda þeim andann og það var ekki neitt smáræði. Þau myndu verða íklædd  krafti frá hæðum. Sá kraftur var vonarsól.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir