Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“

Makúsarguðspjall 12.41-44

Hundrað orða hugleiðing

Það var sannarlega gott að auðmennirnir lögðu mikið í sjóðinn. Kannski sá ekki högg á vatni á bankareikningum þeirra eftir það. Það skipti ekki máli. Þeir lögðu sitt fram. Fóru svo út að borða með frúm sínum. Nefndu það svona í framhjáhlaupi þegar dýrasta rauðvínsflaskan var keypt að þeir hefðu lagt smávegis í mannúðarsjóðinn. Einn þeirra var hugsi yfir þessari konu sem meistarinn frá Nasaret sagði að hefði gefið mest. Gaf víst aleigu sína, sagði meistarinn. „Engin furða að hún væri í hópi fátækra eftir svona fjáraustur,“ muldraði auðmaðurinn, „myndi hún blessunin lifa veturinn af?“ Og hann pantaði aðra eðalrauðvínsflösku.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“

Makúsarguðspjall 12.41-44

Hundrað orða hugleiðing

Það var sannarlega gott að auðmennirnir lögðu mikið í sjóðinn. Kannski sá ekki högg á vatni á bankareikningum þeirra eftir það. Það skipti ekki máli. Þeir lögðu sitt fram. Fóru svo út að borða með frúm sínum. Nefndu það svona í framhjáhlaupi þegar dýrasta rauðvínsflaskan var keypt að þeir hefðu lagt smávegis í mannúðarsjóðinn. Einn þeirra var hugsi yfir þessari konu sem meistarinn frá Nasaret sagði að hefði gefið mest. Gaf víst aleigu sína, sagði meistarinn. „Engin furða að hún væri í hópi fátækra eftir svona fjáraustur,“ muldraði auðmaðurinn, „myndi hún blessunin lifa veturinn af?“ Og hann pantaði aðra eðalrauðvínsflösku.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir