Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“ Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“ Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum. Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um: Rödd heyrist í Rama, harmakvein, beiskur grátur. Rakel grætur börnin sín, hún vill ekki huggast láta, því að þau eru ekki framar lífs.

Matteusarguðspjall 2. 13-18

Hundrað orða hugleiðing

Hann lagðist í sófann og teygði úr sér. Nú kom þessi asnalegi sunnudagur milli jóla og nýárs sem átti náttúrlega að vera frídagur eftir allt jólamessupuðið. Hann tautaði lágróma að kannski tæki enginn eftir því þó að kirkjan væri lokuð. Svo las hann texta dagsins. Spratt upp og sagði við sjálfan sig að barnamorðin krefðust þess að kirkjan yrði opin og hann skyldi sannarlega prédika. Hann ætlaði að sýna mynd af hollensku málverki af barnamorðunum og tala út frá því. Nakin karlskrímsli, fléttuð þjálfuðum vöðvum til ódáða, æða um og slátra saklausum börnum. Á himni grét vonarstjarna í barnssál almættisins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“ Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“ Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum. Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um: Rödd heyrist í Rama, harmakvein, beiskur grátur. Rakel grætur börnin sín, hún vill ekki huggast láta, því að þau eru ekki framar lífs.

Matteusarguðspjall 2. 13-18

Hundrað orða hugleiðing

Hann lagðist í sófann og teygði úr sér. Nú kom þessi asnalegi sunnudagur milli jóla og nýárs sem átti náttúrlega að vera frídagur eftir allt jólamessupuðið. Hann tautaði lágróma að kannski tæki enginn eftir því þó að kirkjan væri lokuð. Svo las hann texta dagsins. Spratt upp og sagði við sjálfan sig að barnamorðin krefðust þess að kirkjan yrði opin og hann skyldi sannarlega prédika. Hann ætlaði að sýna mynd af hollensku málverki af barnamorðunum og tala út frá því. Nakin karlskrímsli, fléttuð þjálfuðum vöðvum til ódáða, æða um og slátra saklausum börnum. Á himni grét vonarstjarna í barnssál almættisins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir