Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann lagðist í sófann og teygði úr sér. Nú kom þessi asnalegi sunnudagur milli jóla og nýárs sem átti náttúrlega að vera frídagur eftir allt jólamessupuðið. Hann tautaði lágróma að kannski tæki enginn eftir því þó að kirkjan væri lokuð. Svo las hann texta dagsins. Spratt upp og sagði við sjálfan sig að barnamorðin krefðust þess að kirkjan yrði opin og hann skyldi sannarlega prédika. Hann ætlaði að sýna mynd af hollensku málverki af barnamorðunum og tala út frá því. Nakin karlskrímsli, fléttuð þjálfuðum vöðvum til ódáða, æða um og slátra saklausum börnum. Á himni grét vonarstjarna í barnssál almættisins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann lagðist í sófann og teygði úr sér. Nú kom þessi asnalegi sunnudagur milli jóla og nýárs sem átti náttúrlega að vera frídagur eftir allt jólamessupuðið. Hann tautaði lágróma að kannski tæki enginn eftir því þó að kirkjan væri lokuð. Svo las hann texta dagsins. Spratt upp og sagði við sjálfan sig að barnamorðin krefðust þess að kirkjan yrði opin og hann skyldi sannarlega prédika. Hann ætlaði að sýna mynd af hollensku málverki af barnamorðunum og tala út frá því. Nakin karlskrímsli, fléttuð þjálfuðum vöðvum til ódáða, æða um og slátra saklausum börnum. Á himni grét vonarstjarna í barnssál almættisins.





