Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur: Þegar Guð hefur endurnýjað allt og Mannssonurinn situr í dýrðarhásæti sínu munuð þið, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels. Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá allt hundraðfalt aftur og öðlast eilíft líf. En margir hinir fyrstu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.“

Matteusarguðspjall 19. 27-30

Hundrað orða hugleiðing

Svipur almannatengilsins var eftirvæntingarfullur. Þetta hljómaði sem gott tilboð. Hundraðfalt til baka og eilíft líf. Hún brosti laumulega. Spurði sjálfa sig hvernig smáa letrið í þessum samningi væri. Umbjóðandi hennar kærði sig ekki um neitt dómarasæti eins og sakir stóðu. Einhvers konar breyting væri boðuð með endurnýjun en hann hafði aldrei verið spenntur fyrir breytingastjórnun. En þetta var klippt og skorið: Margir framapotarar færðust til í röðinni. Eilífa lífið var ekki alveg gengið úr greipum umbjóðanda hennar því oft hafði hann nú tekið upp hanskann fyrir meistarann opinberlega og innan allra marka. Kannski yrði hann númer fimm í röðinni. Varnarsigur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur: Þegar Guð hefur endurnýjað allt og Mannssonurinn situr í dýrðarhásæti sínu munuð þið, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels. Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá allt hundraðfalt aftur og öðlast eilíft líf. En margir hinir fyrstu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.“

Matteusarguðspjall 19. 27-30

Hundrað orða hugleiðing

Svipur almannatengilsins var eftirvæntingarfullur. Þetta hljómaði sem gott tilboð. Hundraðfalt til baka og eilíft líf. Hún brosti laumulega. Spurði sjálfa sig hvernig smáa letrið í þessum samningi væri. Umbjóðandi hennar kærði sig ekki um neitt dómarasæti eins og sakir stóðu. Einhvers konar breyting væri boðuð með endurnýjun en hann hafði aldrei verið spenntur fyrir breytingastjórnun. En þetta var klippt og skorið: Margir framapotarar færðust til í röðinni. Eilífa lífið var ekki alveg gengið úr greipum umbjóðanda hennar því oft hafði hann nú tekið upp hanskann fyrir meistarann opinberlega og innan allra marka. Kannski yrði hann númer fimm í röðinni. Varnarsigur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir