Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þeir spurðu hann þá: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni eins og ritað er: Brauð af himni gaf hann þeim að eta.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. Brauð Guðs er sá sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“
Þá sögðu þeir við hann: „Drottinn, gef okkur ætíð þetta brauð.“
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.

Jóhannesarguðspjall 6.30-35

Hundrað orða hugleiðing

Gat hann bent á einhver tákn svo við tryðum? Hvað með afrek hans? Voru þau einhver? Við gátum að sjálfsögðu rakið alla sögu okkar og bent á hvar hönd Guðs var að verki. Svo kom þessi farandprédikari og fólkið elti hann á röndum. Hvers vegna ekki að spyrja hann aðeins? Og hverju svarar hann svo? Hann fer að tala um brauð? Brauð lífsins! En að hann væri uppspretta lífsins hérna í nýmalbikuðu hlaðinu hjá okkur, var of mikið. Auk þess vorum við búin að koma upp svo góðu skipuriti trúarinnar að þetta hefði stefnt því í stórhættu. Og tölvukerfið hrunið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þeir spurðu hann þá: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni eins og ritað er: Brauð af himni gaf hann þeim að eta.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. Brauð Guðs er sá sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“
Þá sögðu þeir við hann: „Drottinn, gef okkur ætíð þetta brauð.“
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.

Jóhannesarguðspjall 6.30-35

Hundrað orða hugleiðing

Gat hann bent á einhver tákn svo við tryðum? Hvað með afrek hans? Voru þau einhver? Við gátum að sjálfsögðu rakið alla sögu okkar og bent á hvar hönd Guðs var að verki. Svo kom þessi farandprédikari og fólkið elti hann á röndum. Hvers vegna ekki að spyrja hann aðeins? Og hverju svarar hann svo? Hann fer að tala um brauð? Brauð lífsins! En að hann væri uppspretta lífsins hérna í nýmalbikuðu hlaðinu hjá okkur, var of mikið. Auk þess vorum við búin að koma upp svo góðu skipuriti trúarinnar að þetta hefði stefnt því í stórhættu. Og tölvukerfið hrunið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir