Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“ Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“

Lúkasarguðspjall 18.28-30

Hundrað orða hugleiðing

Kannski má lesa úr þessum orðum þreytulegt andvarp. Uppgjafatónn sleginn í ljósi þess sem fórnað var. Þeir yfirgáfu allt. Nú var komið bakslag – afturkippur að þeim fannst. Var ekkert meira í stað alls sem varð eftir? Þeir voru hrifnæmir og meira en það – orð hans vógu þyngra en allar andlegar og heimsins gersemar. Þess vegna fylgdu þeir honum. Fundu bráðlifandi andardrátt lífsins í orðum hans. Eða lífið sjálft. Gætum við sett okkur í þeirra spor? Að yfirgefa allt – og fylgja honum? Hann kemur til þín með allt sem þú gafst og réttir þér lífið eilífa. Þú sérð það ekki alltaf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“ Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“

Lúkasarguðspjall 18.28-30

Hundrað orða hugleiðing

Kannski má lesa úr þessum orðum þreytulegt andvarp. Uppgjafatónn sleginn í ljósi þess sem fórnað var. Þeir yfirgáfu allt. Nú var komið bakslag – afturkippur að þeim fannst. Var ekkert meira í stað alls sem varð eftir? Þeir voru hrifnæmir og meira en það – orð hans vógu þyngra en allar andlegar og heimsins gersemar. Þess vegna fylgdu þeir honum. Fundu bráðlifandi andardrátt lífsins í orðum hans. Eða lífið sjálft. Gætum við sett okkur í þeirra spor? Að yfirgefa allt – og fylgja honum? Hann kemur til þín með allt sem þú gafst og réttir þér lífið eilífa. Þú sérð það ekki alltaf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir