Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus. Ég kem til yðar. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig. En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er.“

Jóhannesarguðspjall 14.15-21

Hundrað orða hugleiðing

Það er þetta „ef“ sem er dálítil afhjúpun. „Ef“ þið elskið. Á lífsgöngunni hendir okkur að missa takið á kærleikanum. Sambúðin með meistaranum frá Nasaret gengur nú ekki alltaf snurðulaust. Sjálflægni og hégómi skyggja á kærleiksorð hans. Ekki alltaf farið að orðum hans þó margt sé um það talað. Þrátt fyrir þetta „ef“ sendir almættið öfluga hjálparsveit sem er sannleiksandinn og ekkert stenst hann enda orkulind himinsins. Andinn brosir af tilhlökkun því hann ætlar að setjast að hjá okkur. Endurnýja hugbúnaðinn. Og svo kemur sjálfur guðsonurinn. Hann lifir og við munum lifa. Þetta er fagnaðarerindi trúarinnar sem okkur er gefið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus. Ég kem til yðar. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig. En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er.“

Jóhannesarguðspjall 14.15-21

Hundrað orða hugleiðing

Það er þetta „ef“ sem er dálítil afhjúpun. „Ef“ þið elskið. Á lífsgöngunni hendir okkur að missa takið á kærleikanum. Sambúðin með meistaranum frá Nasaret gengur nú ekki alltaf snurðulaust. Sjálflægni og hégómi skyggja á kærleiksorð hans. Ekki alltaf farið að orðum hans þó margt sé um það talað. Þrátt fyrir þetta „ef“ sendir almættið öfluga hjálparsveit sem er sannleiksandinn og ekkert stenst hann enda orkulind himinsins. Andinn brosir af tilhlökkun því hann ætlar að setjast að hjá okkur. Endurnýja hugbúnaðinn. Og svo kemur sjálfur guðsonurinn. Hann lifir og við munum lifa. Þetta er fagnaðarerindi trúarinnar sem okkur er gefið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir