Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.
En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“
Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu varð mannfjöldinn djúpt snortinn af orðum hans því að hann kenndi eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra.

Matteusarguðspjall 7.24-29

Hundrað orða hugleiðing

Heitur sandurinn rann úr greipunum og yfir bringuna. Óteljandi sandkornin hröðuðu sér áköf niður eitt af öðru og stundum tróðust þau hvert um annað. Ekki ólíkt stundaglasinu á skrifborðinu sem mældi þrjár mínútur og þær notaðar til að skjóta saman í eina bæn. Já, það var agi á þessum bæ. „Það eru nú ýmsir sem reisa hús á sandi,” kumraði hás rödd og síðan sagt í vandlætingartóni: „Sumir fara dálítið frjálslega með texta dagsins í villumyrkri sálarinnar.” Fussað og svo heyrist drýgindaleg ánægjurödd segja: „Trúin bjargföst í þessum ranni. Eðaltrú. Allt starf mitt byggt á bjargi. Ekki í sandauðn frjálslyndisins.”

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.
En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“
Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu varð mannfjöldinn djúpt snortinn af orðum hans því að hann kenndi eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra.

Matteusarguðspjall 7.24-29

Hundrað orða hugleiðing

Heitur sandurinn rann úr greipunum og yfir bringuna. Óteljandi sandkornin hröðuðu sér áköf niður eitt af öðru og stundum tróðust þau hvert um annað. Ekki ólíkt stundaglasinu á skrifborðinu sem mældi þrjár mínútur og þær notaðar til að skjóta saman í eina bæn. Já, það var agi á þessum bæ. „Það eru nú ýmsir sem reisa hús á sandi,” kumraði hás rödd og síðan sagt í vandlætingartóni: „Sumir fara dálítið frjálslega með texta dagsins í villumyrkri sálarinnar.” Fussað og svo heyrist drýgindaleg ánægjurödd segja: „Trúin bjargföst í þessum ranni. Eðaltrú. Allt starf mitt byggt á bjargi. Ekki í sandauðn frjálslyndisins.”

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir