Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú.
Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: „Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Markúsarguðspjall 7.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Enginn komst eins nálægt meistaranum og hann. Ilmandi fingur meistarans smugu inn í hlustina til að gróðursetja heilbrigði. Og munnvatn meistarans féll eins og morgundögg á tungu og lykilorðið Effaþa var heilgandi áburður. Mildur kliður kom til hans opnum örmum eins og sólarupprás sem fagnar hinu nýja og heimurinn fékk mál. Hann, hinn daufi og málhalti, hinn útskúfaði, reis upp til lífsins þegar heyrn hans blómgaðist og frá tungu hans hófu orð sig til flugs eins og fuglar á vori. Nafnlaus lærisveinn án titilsins séra, herra og frú, talaði skýrt. Og allur fjöldinn gat ekki þagað: Allt gerir meistarinn vel!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú.
Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: „Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Markúsarguðspjall 7.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Enginn komst eins nálægt meistaranum og hann. Ilmandi fingur meistarans smugu inn í hlustina til að gróðursetja heilbrigði. Og munnvatn meistarans féll eins og morgundögg á tungu og lykilorðið Effaþa var heilgandi áburður. Mildur kliður kom til hans opnum örmum eins og sólarupprás sem fagnar hinu nýja og heimurinn fékk mál. Hann, hinn daufi og málhalti, hinn útskúfaði, reis upp til lífsins þegar heyrn hans blómgaðist og frá tungu hans hófu orð sig til flugs eins og fuglar á vori. Nafnlaus lærisveinn án titilsins séra, herra og frú, talaði skýrt. Og allur fjöldinn gat ekki þagað: Allt gerir meistarinn vel!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir