Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. Tengdamóðir Símonar lá með sótthita og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni og hún gekk þeim fyrir beina. Þegar kvöld var komið og sólin sest færðu menn til hans alla þá er sjúkir voru og haldnir illum öndum og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. Jesús læknaði marga er þjáðust af ýmsum sjúkdómum og rak út marga illa anda en illu öndunum bannaði hann að tala því að þeir vissu hver hann var. Og árla, löngu fyrir dögun, fór Jesús á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.

Markúsarguðspjall 1.29-35

Hundrað orða hugleiðing

Ys og þys dagsins sogast inn í þétt kvöldhúmið sem umvefur fólkið. Jesús læknar. Gefur fólki líf og tilgang. Hann tekur í hönd þína og reisir þig á fætur. Það er fagnaðarerindið í ljósaskiptunum. Þetta hljóðláta kvöld þegar sólin var hnigin rís önnur sól þegar fólkið kemur til hans, kirkjan, og ber hina sjúku til hans sem er ljós heimsins. Kirkjan sem kemur í hógværð og lítillæti til meistarans. Þekkir hann og kærleika hans. Það er örtröð við dyrnar og frelsarinn að störfum langt fram á nótt. Áður en nýr dagur rennur er hann farinn til óbyggða. Biður fyrir þér.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. Tengdamóðir Símonar lá með sótthita og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni og hún gekk þeim fyrir beina. Þegar kvöld var komið og sólin sest færðu menn til hans alla þá er sjúkir voru og haldnir illum öndum og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. Jesús læknaði marga er þjáðust af ýmsum sjúkdómum og rak út marga illa anda en illu öndunum bannaði hann að tala því að þeir vissu hver hann var. Og árla, löngu fyrir dögun, fór Jesús á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.

Markúsarguðspjall 1.29-35

Hundrað orða hugleiðing

Ys og þys dagsins sogast inn í þétt kvöldhúmið sem umvefur fólkið. Jesús læknar. Gefur fólki líf og tilgang. Hann tekur í hönd þína og reisir þig á fætur. Það er fagnaðarerindið í ljósaskiptunum. Þetta hljóðláta kvöld þegar sólin var hnigin rís önnur sól þegar fólkið kemur til hans, kirkjan, og ber hina sjúku til hans sem er ljós heimsins. Kirkjan sem kemur í hógværð og lítillæti til meistarans. Þekkir hann og kærleika hans. Það er örtröð við dyrnar og frelsarinn að störfum langt fram á nótt. Áður en nýr dagur rennur er hann farinn til óbyggða. Biður fyrir þér.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir