Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði. Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið vatn. Menn komu þangað og létu skírast. Þá var ekki enn búið að varpa Jóhannesi í fangelsi.
Nú varð deila um hreinsun milli lærisveina Jóhannesar og Gyðings eins. Þeir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: „Rabbí, sá sem var hjá þér handan Jórdanar og þú barst vitni um, hann er að skíra og allir koma til hans.“
Jóhannes svaraði þeim: „Enginn getur tekið neitt nema Guð gefi honum það. Þið getið sjálfir vitnað um að ég sagði: Ég er ekki Kristur heldur er ég sendur á undan honum. Sá er brúðguminn sem á brúðina en vinur brúðgumans, sem stendur hjá og hlýðir á hann, gleðst mjög við rödd hans. Þessi gleði er nú mín að fullu. Hann á að vaxa en ég að minnka.“

Jóhannesarguðspjall 3.22-30

Hundrað orða hugleiðing

Þær eru margar raddirnar sem vilja ná eyrum okkar. Sumar eru kærkomnar, gleðja eyrað og ylur fer um sálina. Svo eru aðrar sem við leggjum á flótta undan því að við erum hrædd um að þær kafsigli okkar eigin hugsun. En skyndilega berst til okkar ein rödd sem hefur sig upp úr margradda hversdeginum. Sú rödd er mild og kærleiksrík. Hún dregur okkur til sín og við gleðjumst að fullu þegar við heyrum hana. Núna! Það er nefnilega rödd himinsins sem við heyrum og hún verður ómsterkari á aðventunni og umvefur okkur. Rödd okkar hljóðnar, við hlustum. Ég og þú.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði. Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið vatn. Menn komu þangað og létu skírast. Þá var ekki enn búið að varpa Jóhannesi í fangelsi.
Nú varð deila um hreinsun milli lærisveina Jóhannesar og Gyðings eins. Þeir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: „Rabbí, sá sem var hjá þér handan Jórdanar og þú barst vitni um, hann er að skíra og allir koma til hans.“
Jóhannes svaraði þeim: „Enginn getur tekið neitt nema Guð gefi honum það. Þið getið sjálfir vitnað um að ég sagði: Ég er ekki Kristur heldur er ég sendur á undan honum. Sá er brúðguminn sem á brúðina en vinur brúðgumans, sem stendur hjá og hlýðir á hann, gleðst mjög við rödd hans. Þessi gleði er nú mín að fullu. Hann á að vaxa en ég að minnka.“

Jóhannesarguðspjall 3.22-30

Hundrað orða hugleiðing

Þær eru margar raddirnar sem vilja ná eyrum okkar. Sumar eru kærkomnar, gleðja eyrað og ylur fer um sálina. Svo eru aðrar sem við leggjum á flótta undan því að við erum hrædd um að þær kafsigli okkar eigin hugsun. En skyndilega berst til okkar ein rödd sem hefur sig upp úr margradda hversdeginum. Sú rödd er mild og kærleiksrík. Hún dregur okkur til sín og við gleðjumst að fullu þegar við heyrum hana. Núna! Það er nefnilega rödd himinsins sem við heyrum og hún verður ómsterkari á aðventunni og umvefur okkur. Rödd okkar hljóðnar, við hlustum. Ég og þú.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir