Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ætli þetta heiti ekki að reyna að bjarga sjálfum sér á úrslitastund með vafningum. Aldeilis óvænt gleðst forstjórinn yfir því hvernig bókhaldinu var kænlega hagrætt. Skjót hyggindi en ekki löng fundarhöld ráðsmannsins til að tryggja eigin hag heilla forstjórann. Ráðsmaðurinn var í stórum barnahópi þessa heims sem fer sínar leiðir til að komast af. Mammón er sífellt á kreiki og getur verið varasamur, þó að ekki sé hann alslæmur. Kristið fólk, börn ljóssins, getur lært af ráðsmanninum að leysa vandamál snöfurmannlega en þó ekki með óheiðarlegum hætti heldur heiðarlegum. Röskleiki ráðsmannsins sem tímans barns er börnum eilífðar og ljóss fyrirmynd.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ætli þetta heiti ekki að reyna að bjarga sjálfum sér á úrslitastund með vafningum. Aldeilis óvænt gleðst forstjórinn yfir því hvernig bókhaldinu var kænlega hagrætt. Skjót hyggindi en ekki löng fundarhöld ráðsmannsins til að tryggja eigin hag heilla forstjórann. Ráðsmaðurinn var í stórum barnahópi þessa heims sem fer sínar leiðir til að komast af. Mammón er sífellt á kreiki og getur verið varasamur, þó að ekki sé hann alslæmur. Kristið fólk, börn ljóssins, getur lært af ráðsmanninum að leysa vandamál snöfurmannlega en þó ekki með óheiðarlegum hætti heldur heiðarlegum. Röskleiki ráðsmannsins sem tímans barns er börnum eilífðar og ljóss fyrirmynd.