Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við hann: Hvað er þetta er ég heyri um þig? Gerðu grein fyrir störfum þínum því að þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.

Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: Hvað á ég að gera fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég hvað ég geri til þess að menn taki við mér í hús sín þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.

Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum? Hann svaraði: Hundrað kvartil viðsmjörs. Hann mælti þá við hann: Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu. Síðan sagði hann við annan: En hvað skuldar þú? Hann svaraði: Hundrað tunnur hveitis. Og hann sagði honum: Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.

Og húsbóndinn hrósaði svikula ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.

Og ég segi ykkur: Notið hinn rangláta mammón til þess að eignast vini sem taki við ykkur í eilífar tjaldbúðir þegar hann er uppurinn.

Lúkasarguðspjall 16.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Ætli þetta heiti ekki að reyna að bjarga sjálfum sér á úrslitastund með vafningum. Aldeilis óvænt gleðst forstjórinn yfir því hvernig bókhaldinu var kænlega hagrætt. Skjót hyggindi en ekki löng fundarhöld ráðsmannsins til að tryggja eigin hag heilla forstjórann. Ráðsmaðurinn var í stórum barnahópi þessa heims sem fer sínar leiðir til að komast af. Mammón er sífellt á kreiki og getur verið varasamur, þó að ekki sé hann alslæmur. Kristið fólk, börn ljóssins, getur lært af ráðsmanninum að leysa vandamál snöfurmannlega en þó ekki með óheiðarlegum hætti heldur heiðarlegum. Röskleiki ráðsmannsins sem tímans barns er börnum eilífðar og ljóss fyrirmynd.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við hann: Hvað er þetta er ég heyri um þig? Gerðu grein fyrir störfum þínum því að þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.

Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: Hvað á ég að gera fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég hvað ég geri til þess að menn taki við mér í hús sín þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.

Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum? Hann svaraði: Hundrað kvartil viðsmjörs. Hann mælti þá við hann: Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu. Síðan sagði hann við annan: En hvað skuldar þú? Hann svaraði: Hundrað tunnur hveitis. Og hann sagði honum: Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.

Og húsbóndinn hrósaði svikula ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.

Og ég segi ykkur: Notið hinn rangláta mammón til þess að eignast vini sem taki við ykkur í eilífar tjaldbúðir þegar hann er uppurinn.

Lúkasarguðspjall 16.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Ætli þetta heiti ekki að reyna að bjarga sjálfum sér á úrslitastund með vafningum. Aldeilis óvænt gleðst forstjórinn yfir því hvernig bókhaldinu var kænlega hagrætt. Skjót hyggindi en ekki löng fundarhöld ráðsmannsins til að tryggja eigin hag heilla forstjórann. Ráðsmaðurinn var í stórum barnahópi þessa heims sem fer sínar leiðir til að komast af. Mammón er sífellt á kreiki og getur verið varasamur, þó að ekki sé hann alslæmur. Kristið fólk, börn ljóssins, getur lært af ráðsmanninum að leysa vandamál snöfurmannlega en þó ekki með óheiðarlegum hætti heldur heiðarlegum. Röskleiki ráðsmannsins sem tímans barns er börnum eilífðar og ljóss fyrirmynd.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir