Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Guð birtist í frásögum sem færa okkur ákveðinn söguþráð. Við förum höndum um þennan söguþráð, virðum hann fyrir okkur og fléttum honum jafnvel inn í líf okkar. Stundum hefur þessi söguþráður verið undinn upp í dularfullar kenningar sem eru óskiljanlegar hversdagslegu fólki. Kyrr mynd jólanna blasir við okkur: saga eilífðarinnar andspænis manninum. Söguþráður sem heimsvölundurinn mikli spinnur og við leggjum til okkar þræði. Einn þráður er sterkastur og fegurð hans dregur augað til sín. Þú þekkir hann og kannski hefurðu gripið einhvern tímann til hans á lífsleiðinni bæði meðvitað og ómeðvitað. Þráðurinn er þarna og rennur ekki úr greip þinni.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Guð birtist í frásögum sem færa okkur ákveðinn söguþráð. Við förum höndum um þennan söguþráð, virðum hann fyrir okkur og fléttum honum jafnvel inn í líf okkar. Stundum hefur þessi söguþráður verið undinn upp í dularfullar kenningar sem eru óskiljanlegar hversdagslegu fólki. Kyrr mynd jólanna blasir við okkur: saga eilífðarinnar andspænis manninum. Söguþráður sem heimsvölundurinn mikli spinnur og við leggjum til okkar þræði. Einn þráður er sterkastur og fegurð hans dregur augað til sín. Þú þekkir hann og kannski hefurðu gripið einhvern tímann til hans á lífsleiðinni bæði meðvitað og ómeðvitað. Þráðurinn er þarna og rennur ekki úr greip þinni.





