Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“
Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“
Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“
Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum. Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“
Þá lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum að hann væri Kristur.
Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.
En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann: „Guð forði þér frá því, Drottinn, þetta má aldrei fyrir þig koma.“
Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Matteusarguðspjall 16.13-26

Hundrað orða hugleiðing

Ég get ekki hugsað öðruvísi en maður, sagði hún ákveðið. Samtalsprédikun er fín og ég er alveg tilbúin í hana. En hvað? spurði presturinn. Eitthvert vandamál við guðspjallstextann? Hún horfði á hann undrunaraugum: Vandamál? Já. Mér finnst vera sagt við mig: „Vík frá mér, Satan.” Ég þoli ekki þjáningar og hef aldrei botnað í því að saklaus maður sé pyntaður og líflátinn. En upprisan? sagði einhver glaðlega í hópnum. Var hún ekki verðlaunapeningurinn fyrir þjáningarnar? Þögn. Ég vil vera kristin manneskja. Lágmælt: Get samt ekki hætt að vera ég. Presturinn: Einhver tillaga? Samtalskliður. Sálin er ekki til sölu, sagði ég fastmælt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“
Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“
Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“
Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum. Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“
Þá lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum að hann væri Kristur.
Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.
En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann: „Guð forði þér frá því, Drottinn, þetta má aldrei fyrir þig koma.“
Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Matteusarguðspjall 16.13-26

Hundrað orða hugleiðing

Ég get ekki hugsað öðruvísi en maður, sagði hún ákveðið. Samtalsprédikun er fín og ég er alveg tilbúin í hana. En hvað? spurði presturinn. Eitthvert vandamál við guðspjallstextann? Hún horfði á hann undrunaraugum: Vandamál? Já. Mér finnst vera sagt við mig: „Vík frá mér, Satan.” Ég þoli ekki þjáningar og hef aldrei botnað í því að saklaus maður sé pyntaður og líflátinn. En upprisan? sagði einhver glaðlega í hópnum. Var hún ekki verðlaunapeningurinn fyrir þjáningarnar? Þögn. Ég vil vera kristin manneskja. Lágmælt: Get samt ekki hætt að vera ég. Presturinn: Einhver tillaga? Samtalskliður. Sálin er ekki til sölu, sagði ég fastmælt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir