Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki.

Matteusarguðspjall 5.17-19

Hundrað orða hugleiðing

Þú ert glanni sem talar í hálfkæringi. Það var þér líkt að storma upp í prédikunarstólinn og segja að skaparinn hefði verið mjög glúrinn að skella þessum lögmálspælingum og tilfinningaþrungnu spámönnum í eitt í meistaranum frá Nasaret. „Two in one“ – nútímalegt! Segja söfnuðinum að standa ekki í þessu trúarstappi á instagramminu og twitternum heldur horfa aðeins til meistarans þar sem hann stæði blíðlegur á svipinn í gulum sandinum með opinn faðminn. Hann væri búinn að uppfylla þetta allt saman og meira til. Allt sem skipti máli væri samfléttað persónu hans og orðum, fyrir prédikun og eftir. Og málið afgreitt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki.

Matteusarguðspjall 5.17-19

Hundrað orða hugleiðing

Þú ert glanni sem talar í hálfkæringi. Það var þér líkt að storma upp í prédikunarstólinn og segja að skaparinn hefði verið mjög glúrinn að skella þessum lögmálspælingum og tilfinningaþrungnu spámönnum í eitt í meistaranum frá Nasaret. „Two in one“ – nútímalegt! Segja söfnuðinum að standa ekki í þessu trúarstappi á instagramminu og twitternum heldur horfa aðeins til meistarans þar sem hann stæði blíðlegur á svipinn í gulum sandinum með opinn faðminn. Hann væri búinn að uppfylla þetta allt saman og meira til. Allt sem skipti máli væri samfléttað persónu hans og orðum, fyrir prédikun og eftir. Og málið afgreitt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir