Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.

 Matteusarguðspjall 7.15-23

Hundrað orða hugleiðing

Sjálfur hafði meistarinn frá Nasaret verið kallaður falsspámaður af ýmsum og fékk enn ákúrur frá sjálfskipuðum sannleiksriddurum. Jú, meistarinn frá Nasaret var hans maður og svo sannarlega voru falsspámennirnir að störfum í nútímalegum sauðaklæðum. Margir voru persónulegir ráðgjafar og aðrir áhrifavaldar sem hrærðu í fólki út og suður og rökuðu saman fé. Sumir sem umhyggjusamir stjórnmálamenn en sjálfhverfir. Margir í kirkjunni töldu sig vera í beinu rafrænu sambandi við almættið og slíkt kallaði á vaska kenningarlífverði. En sauðaklæði hans höfðu hafnað í fatagámi og hann vonaði að meistarinn þekkti andlitin sem geymdu mörg djúp ævispor í yndislegum og ógnvekjandi hversdeginum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.

 Matteusarguðspjall 7.15-23

Hundrað orða hugleiðing

Sjálfur hafði meistarinn frá Nasaret verið kallaður falsspámaður af ýmsum og fékk enn ákúrur frá sjálfskipuðum sannleiksriddurum. Jú, meistarinn frá Nasaret var hans maður og svo sannarlega voru falsspámennirnir að störfum í nútímalegum sauðaklæðum. Margir voru persónulegir ráðgjafar og aðrir áhrifavaldar sem hrærðu í fólki út og suður og rökuðu saman fé. Sumir sem umhyggjusamir stjórnmálamenn en sjálfhverfir. Margir í kirkjunni töldu sig vera í beinu rafrænu sambandi við almættið og slíkt kallaði á vaska kenningarlífverði. En sauðaklæði hans höfðu hafnað í fatagámi og hann vonaði að meistarinn þekkti andlitin sem geymdu mörg djúp ævispor í yndislegum og ógnvekjandi hversdeginum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir