Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Sjálfur hafði meistarinn frá Nasaret verið kallaður falsspámaður af ýmsum og fékk enn ákúrur frá sjálfskipuðum sannleiksriddurum. Jú, meistarinn frá Nasaret var hans maður og svo sannarlega voru falsspámennirnir að störfum í nútímalegum sauðaklæðum. Margir voru persónulegir ráðgjafar og aðrir áhrifavaldar sem hrærðu í fólki út og suður og rökuðu saman fé. Sumir sem umhyggjusamir stjórnmálamenn en sjálfhverfir. Margir í kirkjunni töldu sig vera í beinu rafrænu sambandi við almættið og slíkt kallaði á vaska kenningarlífverði. En sauðaklæði hans höfðu hafnað í fatagámi og hann vonaði að meistarinn þekkti andlitin sem geymdu mörg djúp ævispor í yndislegum og ógnvekjandi hversdeginum.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Sjálfur hafði meistarinn frá Nasaret verið kallaður falsspámaður af ýmsum og fékk enn ákúrur frá sjálfskipuðum sannleiksriddurum. Jú, meistarinn frá Nasaret var hans maður og svo sannarlega voru falsspámennirnir að störfum í nútímalegum sauðaklæðum. Margir voru persónulegir ráðgjafar og aðrir áhrifavaldar sem hrærðu í fólki út og suður og rökuðu saman fé. Sumir sem umhyggjusamir stjórnmálamenn en sjálfhverfir. Margir í kirkjunni töldu sig vera í beinu rafrænu sambandi við almættið og slíkt kallaði á vaska kenningarlífverði. En sauðaklæði hans höfðu hafnað í fatagámi og hann vonaði að meistarinn þekkti andlitin sem geymdu mörg djúp ævispor í yndislegum og ógnvekjandi hversdeginum.