Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“
Jesús svaraði: „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum. Okkur ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“
Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gerði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans og sagði við hann: „Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.“ (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi.
Nágrannar hans og þeir sem höfðu áður séð hann ölmusumann sögðu þá: „Er þetta ekki sá er setið hefur og beðið sér ölmusu?“
Sumir sögðu: „Sá er maðurinn,“ en aðrir sögðu: „Nei, en líkur er hann honum.“
Sjálfur sagði hann: „Ég er sá.“
Þá sögðu þeir við hann: „Hvernig fékkst þú sjónina?“
Hann svaraði: „Maður að nafni Jesús gerði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina þegar ég var búinn að þvo mér.“

Jóhannesarguðspjall 9.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Þegar blóðugt myrkur hvolfist yfir blindan heiminn er nauðsynlegt að tala um ljós heimsins. Hef oft velt því fyrir mér hvað þetta ljós heimsins þýði í raun og veru. Ég er iðulega eins og blindur maður og fer villur vega. Segi eitthvað á skökkum stað eða segi of mikið. Nú, eða þegi þegar réttast væri að segja eitthvað. Skært ljós meistarans frá Nasaret ryður myrkrinu burt þegar farið er um skuggasund mannlífsins eða völundarhús hugans. Ljósgeislinn vísar á hamingjuleið en rökkrið er tælandi. Já, silfurskottueðlið rumskar skyndilega og ég skýst frá mjúku ljósi inn í kalt myrkrið. Þrái samt ljósið.  

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“
Jesús svaraði: „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum. Okkur ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“
Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gerði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans og sagði við hann: „Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.“ (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi.
Nágrannar hans og þeir sem höfðu áður séð hann ölmusumann sögðu þá: „Er þetta ekki sá er setið hefur og beðið sér ölmusu?“
Sumir sögðu: „Sá er maðurinn,“ en aðrir sögðu: „Nei, en líkur er hann honum.“
Sjálfur sagði hann: „Ég er sá.“
Þá sögðu þeir við hann: „Hvernig fékkst þú sjónina?“
Hann svaraði: „Maður að nafni Jesús gerði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina þegar ég var búinn að þvo mér.“

Jóhannesarguðspjall 9.1-11

Hundrað orða hugleiðing

Þegar blóðugt myrkur hvolfist yfir blindan heiminn er nauðsynlegt að tala um ljós heimsins. Hef oft velt því fyrir mér hvað þetta ljós heimsins þýði í raun og veru. Ég er iðulega eins og blindur maður og fer villur vega. Segi eitthvað á skökkum stað eða segi of mikið. Nú, eða þegi þegar réttast væri að segja eitthvað. Skært ljós meistarans frá Nasaret ryður myrkrinu burt þegar farið er um skuggasund mannlífsins eða völundarhús hugans. Ljósgeislinn vísar á hamingjuleið en rökkrið er tælandi. Já, silfurskottueðlið rumskar skyndilega og ég skýst frá mjúku ljósi inn í kalt myrkrið. Þrái samt ljósið.  

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir