Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar blóðugt myrkur hvolfist yfir blindan heiminn er nauðsynlegt að tala um ljós heimsins. Hef oft velt því fyrir mér hvað þetta ljós heimsins þýði í raun og veru. Ég er iðulega eins og blindur maður og fer villur vega. Segi eitthvað á skökkum stað eða segi of mikið. Nú, eða þegi þegar réttast væri að segja eitthvað. Skært ljós meistarans frá Nasaret ryður myrkrinu burt þegar farið er um skuggasund mannlífsins eða völundarhús hugans. Ljósgeislinn vísar á hamingjuleið en rökkrið er tælandi. Já, silfurskottueðlið rumskar skyndilega og ég skýst frá mjúku ljósi inn í kalt myrkrið. Þrái samt ljósið.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar blóðugt myrkur hvolfist yfir blindan heiminn er nauðsynlegt að tala um ljós heimsins. Hef oft velt því fyrir mér hvað þetta ljós heimsins þýði í raun og veru. Ég er iðulega eins og blindur maður og fer villur vega. Segi eitthvað á skökkum stað eða segi of mikið. Nú, eða þegi þegar réttast væri að segja eitthvað. Skært ljós meistarans frá Nasaret ryður myrkrinu burt þegar farið er um skuggasund mannlífsins eða völundarhús hugans. Ljósgeislinn vísar á hamingjuleið en rökkrið er tælandi. Já, silfurskottueðlið rumskar skyndilega og ég skýst frá mjúku ljósi inn í kalt myrkrið. Þrái samt ljósið.