Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: „Hvað viltu?“ eða: „Hvað ertu að tala við hana?“
Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans.

Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til hans báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga.
Og miklu fleiri tóku trú þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna að við trúum því að við höfum sjálfir heyrt hann og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins.“

Eftir þessa tvo daga fór Jesús þaðan til Galíleu.

Jóhannesarguðspjall 4. 27-30, 39-43

Hundrað orða hugleiðing

Þeir sáu að meistarinn þeirra sat á skrafi við verkakonuna. Fylltust snákslegri ólund en sögðu ekkert. Sjálfir vildu þeir gjarnan vera í hennar sporum og ræða við meistarann einslega. Síðan hraðaði hún sér inn í borgina og sagði öllum sem urðu á vegi hennar að meistarinn frá Nasaræt væri skaparinn í manns ásjónu. Meistarinn talaði við fólkið sem þyrptist að honum og tók trú. Samverska konan lét sér fátt um finnast þegar hnakkakerrtir karlarnir sögðu að það væri ekki hennar vegna að þeir tryðu heldur vegna þess að þeir hefðu sjálfir heyrt í honum. „Blessaðir mennirnir,“ sagði hún ástmjúkri röddu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: „Hvað viltu?“ eða: „Hvað ertu að tala við hana?“
Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans.

Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til hans báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga.
Og miklu fleiri tóku trú þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna að við trúum því að við höfum sjálfir heyrt hann og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins.“

Eftir þessa tvo daga fór Jesús þaðan til Galíleu.

Jóhannesarguðspjall 4. 27-30, 39-43

Hundrað orða hugleiðing

Þeir sáu að meistarinn þeirra sat á skrafi við verkakonuna. Fylltust snákslegri ólund en sögðu ekkert. Sjálfir vildu þeir gjarnan vera í hennar sporum og ræða við meistarann einslega. Síðan hraðaði hún sér inn í borgina og sagði öllum sem urðu á vegi hennar að meistarinn frá Nasaræt væri skaparinn í manns ásjónu. Meistarinn talaði við fólkið sem þyrptist að honum og tók trú. Samverska konan lét sér fátt um finnast þegar hnakkakerrtir karlarnir sögðu að það væri ekki hennar vegna að þeir tryðu heldur vegna þess að þeir hefðu sjálfir heyrt í honum. „Blessaðir mennirnir,“ sagði hún ástmjúkri röddu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir