Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.“

Markúsarguðspjall 16.15-16 

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagði hressilega að þetta lægi allt ljóst fyrir. Allir sem vildu fylgja meistaranum frá Nasaret þyrftu bara að segja öðrum frá honum. Fagnaðarerindið væri kærleikur hans. Þau sem skrifuðu upp á það og tryðu væru komin í guðshöfn í skírninni. Lykilatriðið væri að trúa. Skírnin væri eins og veglegt innflutningsboð í himnaríki. Sagðist þó ekki skilja hvers vegna þau sem skrifuðu ekki upp á trúna yrðu dæmd. Honum fannst það ekki réttlátt. Fannst tímabundin aukaaðild að trúnni upplögð ef fólk vildi skoða smáa letrið í trúarjátningunum. Þótt nútíminn væri hraður þá vildi hann gefa sér tíma til að trúa.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.“

Markúsarguðspjall 16.15-16 

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagði hressilega að þetta lægi allt ljóst fyrir. Allir sem vildu fylgja meistaranum frá Nasaret þyrftu bara að segja öðrum frá honum. Fagnaðarerindið væri kærleikur hans. Þau sem skrifuðu upp á það og tryðu væru komin í guðshöfn í skírninni. Lykilatriðið væri að trúa. Skírnin væri eins og veglegt innflutningsboð í himnaríki. Sagðist þó ekki skilja hvers vegna þau sem skrifuðu ekki upp á trúna yrðu dæmd. Honum fannst það ekki réttlátt. Fannst tímabundin aukaaðild að trúnni upplögð ef fólk vildi skoða smáa letrið í trúarjátningunum. Þótt nútíminn væri hraður þá vildi hann gefa sér tíma til að trúa.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir