Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Gleðin ljómaði úr augum ungu skáldkonunnar um leið og hún sagði að þessi texti væri hressileg skóflustunga í jarðveg vanans og öllum holl áminning. Það væri bara einn meistari og einn leiðtogi. Það vildi gleymast. Hömlulaus sjálfsupphafning væri sálarþversögn í þjónustu allra sem vildu greiða götu meistarans frá Nasaret af einlægni. Mennirnir vildu gjarnan vera í heitum geisla kastljóssins á sviði hversdagsleikans og margir teldu alltaf fremstu sætin vera frátekin fyrir þá sem héldu stundum að þeir væru merkilegri en annað fólk. Meistarinn mælti með kærleika og hógværð en ekki neinum rembingi eða kenningaklöfum. Þjónusta við aðra væri kjarni fagnaðarerindisins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Gleðin ljómaði úr augum ungu skáldkonunnar um leið og hún sagði að þessi texti væri hressileg skóflustunga í jarðveg vanans og öllum holl áminning. Það væri bara einn meistari og einn leiðtogi. Það vildi gleymast. Hömlulaus sjálfsupphafning væri sálarþversögn í þjónustu allra sem vildu greiða götu meistarans frá Nasaret af einlægni. Mennirnir vildu gjarnan vera í heitum geisla kastljóssins á sviði hversdagsleikans og margir teldu alltaf fremstu sætin vera frátekin fyrir þá sem héldu stundum að þeir væru merkilegri en annað fólk. Meistarinn mælti með kærleika og hógværð en ekki neinum rembingi eða kenningaklöfum. Þjónusta við aðra væri kjarni fagnaðarerindisins.