Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“

Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.

Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðsjall 8.23-27

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði þessa frásögu af meistaranum frá Nasaret hafa alltaf talað sérstaklega til sín. Ástæðan væri flöktandi og lítil trú hennar þó að hún hefði á háskastundum lífsins kallað óttaslegin til hans í öldurótinu. Hún skammaðist sín fyrir að nota hann eins og spjallmenni himinsins og sagði að sambandið við hann væri þess á milli slitrótt. Hún væri sennilega ein af þeim nútímamanneskjum sem tryði á einhvers konar almætti á bak við heiminn en fyndist búningur þess í kristninni vera sér framandi. Auðvitað gæti meistarinn frá Nasaret verið ein af mörgum birtingarmyndum heimssmiðsins mikla en hún var bara ekki viss.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“

Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.

Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Matteusarguðsjall 8.23-27

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði þessa frásögu af meistaranum frá Nasaret hafa alltaf talað sérstaklega til sín. Ástæðan væri flöktandi og lítil trú hennar þó að hún hefði á háskastundum lífsins kallað óttaslegin til hans í öldurótinu. Hún skammaðist sín fyrir að nota hann eins og spjallmenni himinsins og sagði að sambandið við hann væri þess á milli slitrótt. Hún væri sennilega ein af þeim nútímamanneskjum sem tryði á einhvers konar almætti á bak við heiminn en fyndist búningur þess í kristninni vera sér framandi. Auðvitað gæti meistarinn frá Nasaret verið ein af mörgum birtingarmyndum heimssmiðsins mikla en hún var bara ekki viss.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir