Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði þessa frásögu af meistaranum frá Nasaret hafa alltaf talað sérstaklega til sín. Ástæðan væri flöktandi og lítil trú hennar þó að hún hefði á háskastundum lífsins kallað óttaslegin til hans í öldurótinu. Hún skammaðist sín fyrir að nota hann eins og spjallmenni himinsins og sagði að sambandið við hann væri þess á milli slitrótt. Hún væri sennilega ein af þeim nútímamanneskjum sem tryði á einhvers konar almætti á bak við heiminn en fyndist búningur þess í kristninni vera sér framandi. Auðvitað gæti meistarinn frá Nasaret verið ein af mörgum birtingarmyndum heimssmiðsins mikla en hún var bara ekki viss.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði þessa frásögu af meistaranum frá Nasaret hafa alltaf talað sérstaklega til sín. Ástæðan væri flöktandi og lítil trú hennar þó að hún hefði á háskastundum lífsins kallað óttaslegin til hans í öldurótinu. Hún skammaðist sín fyrir að nota hann eins og spjallmenni himinsins og sagði að sambandið við hann væri þess á milli slitrótt. Hún væri sennilega ein af þeim nútímamanneskjum sem tryði á einhvers konar almætti á bak við heiminn en fyndist búningur þess í kristninni vera sér framandi. Auðvitað gæti meistarinn frá Nasaret verið ein af mörgum birtingarmyndum heimssmiðsins mikla en hún var bara ekki viss.