Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma að enn var myrkur og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins sem Jesús elskaði og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.“
Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn og þeir komu til grafarinnar. Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi en fór samt ekki inn. Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn sem verið hafði um höfuð hans. Sveitadúkurinn lá ekki með línblæjunum heldur sér, samanvafinn á öðrum stað.
Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

Jóhannesarguðspjall 20.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Um leið og hún kom út úr líkamsræktarstöðinni sneri ungur maður sér að henni og spurði hvort hún vildi svara spurningu dagsins. Hún horfði á drengslegt andlit blaðamannsins sem sagði fljótmæltur að spurningin væri hvort hún tryði á upprisu frá dauðum. Svarið þyrfti bara að vera stutt. Hún brosti og sagði hann ekki spyrja um lítið. Það væri sagt við fólk að upprisa frá dauðum biði þeirra sem tryðu. Hún væri alveg til í upprisuna því að það myndi styrkja tilgang lífsins. Hún væri jákvæð manneskja og páskaliljur væru líka fallegar. Ungi blaðamaðurinn spurði hvort þetta væri já eða nei.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma að enn var myrkur og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins sem Jesús elskaði og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.“
Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn og þeir komu til grafarinnar. Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi en fór samt ekki inn. Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn sem verið hafði um höfuð hans. Sveitadúkurinn lá ekki með línblæjunum heldur sér, samanvafinn á öðrum stað.
Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

Jóhannesarguðspjall 20.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Um leið og hún kom út úr líkamsræktarstöðinni sneri ungur maður sér að henni og spurði hvort hún vildi svara spurningu dagsins. Hún horfði á drengslegt andlit blaðamannsins sem sagði fljótmæltur að spurningin væri hvort hún tryði á upprisu frá dauðum. Svarið þyrfti bara að vera stutt. Hún brosti og sagði hann ekki spyrja um lítið. Það væri sagt við fólk að upprisa frá dauðum biði þeirra sem tryðu. Hún væri alveg til í upprisuna því að það myndi styrkja tilgang lífsins. Hún væri jákvæð manneskja og páskaliljur væru líka fallegar. Ungi blaðamaðurinn spurði hvort þetta væri já eða nei.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir