Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“

Markúsarguðspjall 16.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Það skiptast á skin og skúrir. Lífið stikar áfram hvernig sem við högum okkur. Þungur hugur og bjartur togast oft á og spurt er um tilgang jarðlífsins en svörin býsna loðin og fálmkennd. Svarið er þitt. Stundum reynum við að máta meistarann frá Nasaret við nútímann. Hann gekk um, „gerði gott“– eins og sagt var – jú, margur reynir að feta í fótspor hans. Hann átti vini og vinkonur. Naut félagsskapar. Gladdist. Var svikinn, margir kannast við það. Ofsóttur, smánaður, lagður í einelti. Tekinn af lífi. En síðan kom sólarupprás. Steini velt frá sögunni og skært ljós eilífðar skín. Upprisa þín.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“

Markúsarguðspjall 16.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Það skiptast á skin og skúrir. Lífið stikar áfram hvernig sem við högum okkur. Þungur hugur og bjartur togast oft á og spurt er um tilgang jarðlífsins en svörin býsna loðin og fálmkennd. Svarið er þitt. Stundum reynum við að máta meistarann frá Nasaret við nútímann. Hann gekk um, „gerði gott“– eins og sagt var – jú, margur reynir að feta í fótspor hans. Hann átti vini og vinkonur. Naut félagsskapar. Gladdist. Var svikinn, margir kannast við það. Ofsóttur, smánaður, lagður í einelti. Tekinn af lífi. En síðan kom sólarupprás. Steini velt frá sögunni og skært ljós eilífðar skín. Upprisa þín.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir