Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sælir eru syrgjendur
því að þeir munu huggaðir verða. …

Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum.

 Matt 5.4 og 12a

Hundrað orða hugleiðing

„Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum, þetta eru orð sem ég velti fyrir mér,“ sagði aldurslausa konan. Bætti svo við að hún vissi ekki hvort hún ætti þessi laun skilið. „Og fyrst það er allra heilagra messa og verið að minnast látinna,“ sagði hún, „þá hef ég oft spurt sjálfa mig hvar hin látnu séu. Jú, þið talið um himnaríki, faðm Guðs og einhver um sumarlandið. Og upprisu. Má ekki orða þetta öðruvísi? Ég vil tala um eilífðarvíddir.“ Brosti hlýlega: „Víddir sem við sjáum ekki en umkringja okkur. Lífið og dauðinn eru sultugeggjuð lagterta, heimabökuð.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sælir eru syrgjendur
því að þeir munu huggaðir verða. …

Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum.

 Matt 5.4 og 12a

Hundrað orða hugleiðing

„Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum, þetta eru orð sem ég velti fyrir mér,“ sagði aldurslausa konan. Bætti svo við að hún vissi ekki hvort hún ætti þessi laun skilið. „Og fyrst það er allra heilagra messa og verið að minnast látinna,“ sagði hún, „þá hef ég oft spurt sjálfa mig hvar hin látnu séu. Jú, þið talið um himnaríki, faðm Guðs og einhver um sumarlandið. Og upprisu. Má ekki orða þetta öðruvísi? Ég vil tala um eilífðarvíddir.“ Brosti hlýlega: „Víddir sem við sjáum ekki en umkringja okkur. Lífið og dauðinn eru sultugeggjuð lagterta, heimabökuð.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir