Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“
Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Lúkasarguðspjall 6. 36-42

Hundrað orða hugleiðing

Ég vildi að við værum miskunnsöm. Vildi að við værum ekki að fella dóma út og suður um annað fólk og líf þess – um allt. Gætum fyrirgefið öðrum og værum ekki langrækin. Gefið öðru fólki sem á lítið eða ekkert. Svo er það flísin fræga sem við sjáum alls staðar og hefjum flísatöngina á loft full af siðferðilegum yfirburðum að eigin mati. En við eigum erfitt með að sjá hana því að skuggi bjálkans er þungur á hvarminum. Blinda hefur slegið mig. Ég býðst til að leiða aðra blinda en fell í gryfju. Þar er ég og bið: Miskunna mér!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“
Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Lúkasarguðspjall 6. 36-42

Hundrað orða hugleiðing

Ég vildi að við værum miskunnsöm. Vildi að við værum ekki að fella dóma út og suður um annað fólk og líf þess – um allt. Gætum fyrirgefið öðrum og værum ekki langrækin. Gefið öðru fólki sem á lítið eða ekkert. Svo er það flísin fræga sem við sjáum alls staðar og hefjum flísatöngina á loft full af siðferðilegum yfirburðum að eigin mati. En við eigum erfitt með að sjá hana því að skuggi bjálkans er þungur á hvarminum. Blinda hefur slegið mig. Ég býðst til að leiða aðra blinda en fell í gryfju. Þar er ég og bið: Miskunna mér!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir