Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist náttúrlega vera í sjokki. Allir vissu svo sem að hún væri meðalskussi í skólanum og mamma hennar hamraði á því að það biði hennar ekkert nema hilluröðun í kjörbúðargímaldinu eða skúringarfatan næði hún sér ekki í stöndugan mann. Lengi hafði hún svermað fyrir unga prestinum en svo hvellsprakk hann í skápnum og draumurinn var úti. Hún hafði alltaf verið trúuð og lagt allt í hendur almættisins. Safnaðarstarfið var hennar yndi og þess vegna fannst henni það hastarlegt að dyrum skyldi vera lokað á hana og enginn kannaðist við hana. Hún þóttist hafa staðið vaktina. Svona að mestu leyti.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist náttúrlega vera í sjokki. Allir vissu svo sem að hún væri meðalskussi í skólanum og mamma hennar hamraði á því að það biði hennar ekkert nema hilluröðun í kjörbúðargímaldinu eða skúringarfatan næði hún sér ekki í stöndugan mann. Lengi hafði hún svermað fyrir unga prestinum en svo hvellsprakk hann í skápnum og draumurinn var úti. Hún hafði alltaf verið trúuð og lagt allt í hendur almættisins. Safnaðarstarfið var hennar yndi og þess vegna fannst henni það hastarlegt að dyrum skyldi vera lokað á hana og enginn kannaðist við hana. Hún þóttist hafa staðið vaktina. Svona að mestu leyti.





