Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Matteusarguðspjall 28.18-20

Hundrað orða hugleiðing

Þrátt fyrir kappsamt, góðgjarnt fólk, kærleiksfaðminn, fyrir óréttlæti, styrjaldir, kúgun, hamfarir náttúrunnar, farsóttir, svik og lygar, heimilisofbeldi, hatur, tvöfeldni, einelti, ofsóknir, trúarbragðatvískinnung, hugsjónakúgun, hræsni stjórnmálamanna og trúarleiðtoga, fégræðgi, matgræðgi, pyntingar, útskúfun á fólki vegna kynferðis eða kynþáttar, launasjálftökufólk, hungur, saklaust fólk á vergangi, fíkniefnaneytendur, morð, umhverfisspjöll, trúar- og pólitíska öfga, hroka, losta, öfund, mannfyrirlitningu, sleggjudóma, hrópandann í eyðimörkinni, sölumann dauðans, embættishroka, leti, sorg í litlu húsi, strangheiðarlega borgara, svíðinginn, rógstunguna, já, þrátt fyrir að við skírum, kennum og boðum; þrátt fyrir heiminn, fyrir mig og þig, gefst þú ekki upp heldur fylgir okkur allt til enda veraldar. Það er fagnaðarerindið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Matteusarguðspjall 28.18-20

Hundrað orða hugleiðing

Þrátt fyrir kappsamt, góðgjarnt fólk, kærleiksfaðminn, fyrir óréttlæti, styrjaldir, kúgun, hamfarir náttúrunnar, farsóttir, svik og lygar, heimilisofbeldi, hatur, tvöfeldni, einelti, ofsóknir, trúarbragðatvískinnung, hugsjónakúgun, hræsni stjórnmálamanna og trúarleiðtoga, fégræðgi, matgræðgi, pyntingar, útskúfun á fólki vegna kynferðis eða kynþáttar, launasjálftökufólk, hungur, saklaust fólk á vergangi, fíkniefnaneytendur, morð, umhverfisspjöll, trúar- og pólitíska öfga, hroka, losta, öfund, mannfyrirlitningu, sleggjudóma, hrópandann í eyðimörkinni, sölumann dauðans, embættishroka, leti, sorg í litlu húsi, strangheiðarlega borgara, svíðinginn, rógstunguna, já, þrátt fyrir að við skírum, kennum og boðum; þrátt fyrir heiminn, fyrir mig og þig, gefst þú ekki upp heldur fylgir okkur allt til enda veraldar. Það er fagnaðarerindið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir