Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún strauk um tárvot augu sín. Meistarinn frá Nasaret faðmaði hana og þau grétu saman. Hörmungar þær sem dundu stöðugt á augum hennar sýndu slátrum fólks á vígstöðvum heimsins og stungu hana í hjartastað. Hana hryllti við myndum af velklæddu forystufólki heimsins sem sat við langborð í glæstum sölum og reyndi að finna lausnir á sama tíma og þau sendu drápsvopn til stríðandi fylkinga. Meistarinn frá Nasaret og hún fylltust skelfingu þegar guðshúsið í sveitinni hennar var orðið útibú verslanamiðstöðvar með fræga merkjavöru sem fátæk þrælabörn framleiddu. Svo sátu valdhafarnir um líf meistarans sem sagði blíðlega: „Friður sé með þér.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún strauk um tárvot augu sín. Meistarinn frá Nasaret faðmaði hana og þau grétu saman. Hörmungar þær sem dundu stöðugt á augum hennar sýndu slátrum fólks á vígstöðvum heimsins og stungu hana í hjartastað. Hana hryllti við myndum af velklæddu forystufólki heimsins sem sat við langborð í glæstum sölum og reyndi að finna lausnir á sama tíma og þau sendu drápsvopn til stríðandi fylkinga. Meistarinn frá Nasaret og hún fylltust skelfingu þegar guðshúsið í sveitinni hennar var orðið útibú verslanamiðstöðvar með fræga merkjavöru sem fátæk þrælabörn framleiddu. Svo sátu valdhafarnir um líf meistarans sem sagði blíðlega: „Friður sé með þér.“