Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá:

„Ritað er:
Hús mitt á að vera bænahús
en þér hafið gert það að ræningjabæli.“

Daglega var hann að kenna í helgidóminum en æðstu prestarnir og fræðimennirnir, svo og fyrirmenn þjóðarinnar, leituðust við að ráða hann af dögum en fundu eigi hvað gera skyldi því að allt fólkið vildi ákaft hlýða á hann.

Lúkasarguðspjall 19.41-48

Hundrað orða hugleiðing

Hún strauk um tárvot augu sín. Meistarinn frá Nasaret faðmaði hana og þau grétu saman. Hörmungar þær sem dundu stöðugt á augum hennar sýndu slátrum fólks á vígstöðvum heimsins og stungu hana í hjartastað. Hana hryllti við myndum af velklæddu forystufólki heimsins sem sat við langborð í glæstum sölum og reyndi að finna lausnir á sama tíma og þau sendu drápsvopn til stríðandi fylkinga. Meistarinn frá Nasaret og hún fylltust skelfingu þegar guðshúsið í sveitinni hennar var orðið útibú verslanamiðstöðvar með fræga merkjavöru sem fátæk þrælabörn framleiddu. Svo sátu valdhafarnir um líf meistarans sem sagði blíðlega: „Friður sé með þér.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá:

„Ritað er:
Hús mitt á að vera bænahús
en þér hafið gert það að ræningjabæli.“

Daglega var hann að kenna í helgidóminum en æðstu prestarnir og fræðimennirnir, svo og fyrirmenn þjóðarinnar, leituðust við að ráða hann af dögum en fundu eigi hvað gera skyldi því að allt fólkið vildi ákaft hlýða á hann.

Lúkasarguðspjall 19.41-48

Hundrað orða hugleiðing

Hún strauk um tárvot augu sín. Meistarinn frá Nasaret faðmaði hana og þau grétu saman. Hörmungar þær sem dundu stöðugt á augum hennar sýndu slátrum fólks á vígstöðvum heimsins og stungu hana í hjartastað. Hana hryllti við myndum af velklæddu forystufólki heimsins sem sat við langborð í glæstum sölum og reyndi að finna lausnir á sama tíma og þau sendu drápsvopn til stríðandi fylkinga. Meistarinn frá Nasaret og hún fylltust skelfingu þegar guðshúsið í sveitinni hennar var orðið útibú verslanamiðstöðvar með fræga merkjavöru sem fátæk þrælabörn framleiddu. Svo sátu valdhafarnir um líf meistarans sem sagði blíðlega: „Friður sé með þér.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir