Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þessu næst var ein af hátíðum Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins. En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins varð heill hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.] Þarna var maður nokkur sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár. Jesús sá hann þar sem hann lá og vissi að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: „Viltu verða heill?“
Hinn sjúki svaraði honum: „Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina þegar vatnið hrærist og meðan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér.“
Jesús segir við hann: „Statt upp, tak rekkju þína og gakk!“ Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk.
En þessi dagur var hvíldardagur og menn sögðu við hinn læknaða: „Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna.“
Hann svaraði þeim: „Sá sem læknaði mig sagði við mig: Tak rekkju þína og gakk!“
Þeir spurðu hann: „Hver er sá maður sem sagði þér: Tak hana og gakk?“
En læknaði maðurinn vissi ekki hver hann var því að Jesús hafði leynst brott enda var þröng á staðnum.
Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: „Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar svo að eigi hendi þig annað verra.“
Maðurinn fór og sagði ráðamönnum Gyðinga að Jesús væri sá sem læknaði hann.

Jóhannesarguðspjall 5.1-15

Hundrað orða hugleiðing

Einkennileg spurning. Hefði hann hímt við kraftaverkalaugina ef hann væri heilbrigður? Enginn hafði rétt honum hjálparhönd allan tímann sem hann sat þarna máttvana. Allir aðrir fóru á undan honum. Alltaf. Hann horfði gramur á allt fólkið flýta sér ofan í laugina til að ná heilsu. Nú spyr hann: „Viltu verða heill?“ Auðvitað. Ætlaði þessi ókunnugi maður að bera hann ofan í laugina? Það fór sælutilfinning um hann. Loksins! En hvað? Maðurinn segir honum að standa upp. Einmitt! Launhæðni! En skyndilega fór um fætur hans mjúkur græðandi straumur. Himinninn umvafði hann blíðlega. Og velgjörðarmaður hans hvarf á braut. Þó ekki sporlaust.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þessu næst var ein af hátíðum Gyðinga og Jesús fór upp til Jerúsalem. Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng. Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins. En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins varð heill hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.] Þarna var maður nokkur sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár. Jesús sá hann þar sem hann lá og vissi að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: „Viltu verða heill?“
Hinn sjúki svaraði honum: „Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina þegar vatnið hrærist og meðan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér.“
Jesús segir við hann: „Statt upp, tak rekkju þína og gakk!“ Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk.
En þessi dagur var hvíldardagur og menn sögðu við hinn læknaða: „Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna.“
Hann svaraði þeim: „Sá sem læknaði mig sagði við mig: Tak rekkju þína og gakk!“
Þeir spurðu hann: „Hver er sá maður sem sagði þér: Tak hana og gakk?“
En læknaði maðurinn vissi ekki hver hann var því að Jesús hafði leynst brott enda var þröng á staðnum.
Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: „Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar svo að eigi hendi þig annað verra.“
Maðurinn fór og sagði ráðamönnum Gyðinga að Jesús væri sá sem læknaði hann.

Jóhannesarguðspjall 5.1-15

Hundrað orða hugleiðing

Einkennileg spurning. Hefði hann hímt við kraftaverkalaugina ef hann væri heilbrigður? Enginn hafði rétt honum hjálparhönd allan tímann sem hann sat þarna máttvana. Allir aðrir fóru á undan honum. Alltaf. Hann horfði gramur á allt fólkið flýta sér ofan í laugina til að ná heilsu. Nú spyr hann: „Viltu verða heill?“ Auðvitað. Ætlaði þessi ókunnugi maður að bera hann ofan í laugina? Það fór sælutilfinning um hann. Loksins! En hvað? Maðurinn segir honum að standa upp. Einmitt! Launhæðni! En skyndilega fór um fætur hans mjúkur græðandi straumur. Himinninn umvafði hann blíðlega. Og velgjörðarmaður hans hvarf á braut. Þó ekki sporlaust.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir