Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Matteusarguðspjall 7. 1-5

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagði alvarlegur í bragði að það hefði þurft kjark til að losna við bjálkann úr auganu. Var meiri aðgerð en að draga út endajaxl. En þetta hefði verið nauðsynlegt. Fólkið sagði að hann hefði verið nánast óþolandi. Alltaf að setja út á allt. Vissi allt best. En þó rann einhvern veginn allt úr greipum hans og öll sund lokuðust. Svo hnippti meistarinn frá Nasaret í hann. Þeir brostu vinsamlega hvor til annars. Honum fannst meistarinn mætti snyrta skeggið aðeins betur. Skyndilega rann bjálkablindan af honum og augu hans opnuðust. Hann sá meistarann og sjálfan sig. Honum brá. En þér?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Matteusarguðspjall 7. 1-5

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagði alvarlegur í bragði að það hefði þurft kjark til að losna við bjálkann úr auganu. Var meiri aðgerð en að draga út endajaxl. En þetta hefði verið nauðsynlegt. Fólkið sagði að hann hefði verið nánast óþolandi. Alltaf að setja út á allt. Vissi allt best. En þó rann einhvern veginn allt úr greipum hans og öll sund lokuðust. Svo hnippti meistarinn frá Nasaret í hann. Þeir brostu vinsamlega hvor til annars. Honum fannst meistarinn mætti snyrta skeggið aðeins betur. Skyndilega rann bjálkablindan af honum og augu hans opnuðust. Hann sá meistarann og sjálfan sig. Honum brá. En þér?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir