Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún horfði í efafull augu hans og sagðist skilja þessi orð meistarans frá Nasaret svo að eilífðin væri þeim gefin. Það birti ögn yfir uggandi augum nútímamannsins og úr þeim mátti lesa spurningu um hvað ef meistarinn næði ekki að halda utan um hjörðina og glataði einhverjum úr henni? Margt hefði nú glatast milli húsa, skolaðist þá ekki upprisan út? Hún svaraði því svo að enginn axlaði traust á öðrum fyrir aðra ekki frekar en elsku. Meistarinn frá Nasaret stæði við sitt og lyfti honum, nútímasnjallmenninu, til eilífðar við lífslok. Það væri upprisan og án hennar væri engin kristin trú.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún horfði í efafull augu hans og sagðist skilja þessi orð meistarans frá Nasaret svo að eilífðin væri þeim gefin. Það birti ögn yfir uggandi augum nútímamannsins og úr þeim mátti lesa spurningu um hvað ef meistarinn næði ekki að halda utan um hjörðina og glataði einhverjum úr henni? Margt hefði nú glatast milli húsa, skolaðist þá ekki upprisan út? Hún svaraði því svo að enginn axlaði traust á öðrum fyrir aðra ekki frekar en elsku. Meistarinn frá Nasaret stæði við sitt og lyfti honum, nútímasnjallmenninu, til eilífðar við lífslok. Það væri upprisan og án hennar væri engin kristin trú.





