Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ -; og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“
Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Þeir höfðu frétt af honum í nágrenninu. Skelltu mér á börur. Trúðu heitt að meistarinn myndi hjálpa. Ég hristist allur á börunum. Göturykið þyrlaðist upp, hálfkæfði mig. Þarna stóð meistarinn í heitri sólinni og ég sá strax ljómann í andliti hans. En það voru líka skuggaandlit í kringum hann. Hann horfði á vini mína, leit svo í augum á mér, sagði barnið mitt! Ég komst við og varð hugsað til móður minnar. Augu hans sáu illar hugsanir dökkeygðu sérfræðinganna og hann sagði: „Ég hef vald til að…“ Og ég stóð upp, fór heim. Risinn upp til lífsins, til nýja hversdagsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ -; og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“
Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Þeir höfðu frétt af honum í nágrenninu. Skelltu mér á börur. Trúðu heitt að meistarinn myndi hjálpa. Ég hristist allur á börunum. Göturykið þyrlaðist upp, hálfkæfði mig. Þarna stóð meistarinn í heitri sólinni og ég sá strax ljómann í andliti hans. En það voru líka skuggaandlit í kringum hann. Hann horfði á vini mína, leit svo í augum á mér, sagði barnið mitt! Ég komst við og varð hugsað til móður minnar. Augu hans sáu illar hugsanir dökkeygðu sérfræðinganna og hann sagði: „Ég hef vald til að…“ Og ég stóð upp, fór heim. Risinn upp til lífsins, til nýja hversdagsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir