Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta fannst henni dásamleg frásögn. Heppna ekkjan í Nain var auðvitað fegin að sonurinn skyldi vera vakinn upp til lífsins hérna megin þó að hann hefði verið kominn með annan fótinn í himnaríki í upprisu til eilífa lífsins. Jafnvel farinn að klæðast sjálfum dýrðarlíkamanum sem einhver hafði talað um. Meistarinn frá Nasaet reisti hann við til jarðlífsins til þess að gleðja móðurina því hann fann til með henni. Hún skildi það vel því sjálf átti hún son. Og hér var enginn hégómaáhrifavaldur á ferð heldur tímamótamaður himins og jarðar sem vert var að fylgja á samfélagsmiðlunum og bæta á vinalistann.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta fannst henni dásamleg frásögn. Heppna ekkjan í Nain var auðvitað fegin að sonurinn skyldi vera vakinn upp til lífsins hérna megin þó að hann hefði verið kominn með annan fótinn í himnaríki í upprisu til eilífa lífsins. Jafnvel farinn að klæðast sjálfum dýrðarlíkamanum sem einhver hafði talað um. Meistarinn frá Nasaet reisti hann við til jarðlífsins til þess að gleðja móðurina því hann fann til með henni. Hún skildi það vel því sjálf átti hún son. Og hér var enginn hégómaáhrifavaldur á ferð heldur tímamótamaður himins og jarðar sem vert var að fylgja á samfélagsmiðlunum og bæta á vinalistann.