Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: „Grát þú eigi!“ Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“ Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans.
En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar,“ og „Guð hefur vitjað lýðs síns.“
Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Lúkasarguðspjall 7.11-17

Hundrað orða hugleiðing

Þetta fannst henni dásamleg frásögn. Heppna ekkjan í Nain var auðvitað fegin að sonurinn skyldi vera vakinn upp til lífsins hérna megin þó að hann hefði verið kominn með annan fótinn í himnaríki í upprisu til eilífa lífsins. Jafnvel farinn að klæðast sjálfum dýrðarlíkamanum sem einhver hafði talað um. Meistarinn frá Nasaet reisti hann við til jarðlífsins til þess að gleðja móðurina því hann fann til með henni. Hún skildi það vel því sjálf átti hún son. Og hér var enginn hégómaáhrifavaldur á ferð heldur tímamótamaður himins og jarðar sem vert var að fylgja á samfélagsmiðlunum og bæta á vinalistann.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: „Grát þú eigi!“ Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“ Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans.
En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar,“ og „Guð hefur vitjað lýðs síns.“
Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Lúkasarguðspjall 7.11-17

Hundrað orða hugleiðing

Þetta fannst henni dásamleg frásögn. Heppna ekkjan í Nain var auðvitað fegin að sonurinn skyldi vera vakinn upp til lífsins hérna megin þó að hann hefði verið kominn með annan fótinn í himnaríki í upprisu til eilífa lífsins. Jafnvel farinn að klæðast sjálfum dýrðarlíkamanum sem einhver hafði talað um. Meistarinn frá Nasaet reisti hann við til jarðlífsins til þess að gleðja móðurina því hann fann til með henni. Hún skildi það vel því sjálf átti hún son. Og hér var enginn hégómaáhrifavaldur á ferð heldur tímamótamaður himins og jarðar sem vert var að fylgja á samfélagsmiðlunum og bæta á vinalistann.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir