Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gert. Og Elía og Móse birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: „Meistari, gott er að við erum hér. Gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“ Hann vissi ekki hvað hann átti að segja enda urðu þeir mjög skelfdir. Þá kom ský og skyggði yfir þá og rödd kom úr skýinu: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“ Og jafnskjótt litu lærisveinarnir í kringum sig og sáu engan framar hjá sér nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bannaði Jesús þeim að segja nokkrum frá því er þeir höfðu séð fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.

Markúsarguðspjall 9.2-9

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði líf eftir dauðann vera kjarna málsins. Einhver spurði lágróma hvort hún væri andatrúar. Hún svaraði brosandi að meistarinn frá Nasaret hefði litið við í dánarheimum og spjallað við fornar kempur. Og lærisveinum hans hefði bara liðið vel á þessari dularfullu stund þegar dánarheimur opnaðist skyndilega. Var þetta ekki staðfesting á öðrum vistarverum þessa heims og annars, sem allir innréttuðu að eigin hætti? Sumarlandið. Himnaríki. Dánarheimar. Eilífðarströndin. Þetta væri upprisan yndislega eins og hún skildi trúardramað á hvunndagssviðinu. Sjálfur meistarinn, já, guðssonurinn stæði við kærleiksskannann og óþreyjufullt fólkið streymdi inn til að hitta öll þau sem fóru á undan.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gert. Og Elía og Móse birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: „Meistari, gott er að við erum hér. Gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“ Hann vissi ekki hvað hann átti að segja enda urðu þeir mjög skelfdir. Þá kom ský og skyggði yfir þá og rödd kom úr skýinu: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“ Og jafnskjótt litu lærisveinarnir í kringum sig og sáu engan framar hjá sér nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bannaði Jesús þeim að segja nokkrum frá því er þeir höfðu séð fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.

Markúsarguðspjall 9.2-9

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði líf eftir dauðann vera kjarna málsins. Einhver spurði lágróma hvort hún væri andatrúar. Hún svaraði brosandi að meistarinn frá Nasaret hefði litið við í dánarheimum og spjallað við fornar kempur. Og lærisveinum hans hefði bara liðið vel á þessari dularfullu stund þegar dánarheimur opnaðist skyndilega. Var þetta ekki staðfesting á öðrum vistarverum þessa heims og annars, sem allir innréttuðu að eigin hætti? Sumarlandið. Himnaríki. Dánarheimar. Eilífðarströndin. Þetta væri upprisan yndislega eins og hún skildi trúardramað á hvunndagssviðinu. Sjálfur meistarinn, já, guðssonurinn stæði við kærleiksskannann og óþreyjufullt fólkið streymdi inn til að hitta öll þau sem fóru á undan.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir