Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4.19-26

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagðist vera eins og margar nútímakonur. Trú á einhvern mátt á bak við heiminn væri henni ekki neitt fjarri. Sumir töluðu um almætti, guð, heimsandann, smiðinn mikla, son guðs og þannig mætti lengi telja. Sjálf notaði hún orðið guð og þess vegna hittu þessi orð í mark: Guð er andi. Aftur á móti ætti hún í meiri vandræðum með meistarann frá Nasaret og áttaði sig ekki á honum. Allra síst á því að einum skyldi fórnað með dauða á krossi fyrir aðra. En veik væri hún fyrir hvítasunnunni því að þá væri andinn í öndvegi og auk þess heilagur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4.19-26

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagðist vera eins og margar nútímakonur. Trú á einhvern mátt á bak við heiminn væri henni ekki neitt fjarri. Sumir töluðu um almætti, guð, heimsandann, smiðinn mikla, son guðs og þannig mætti lengi telja. Sjálf notaði hún orðið guð og þess vegna hittu þessi orð í mark: Guð er andi. Aftur á móti ætti hún í meiri vandræðum með meistarann frá Nasaret og áttaði sig ekki á honum. Allra síst á því að einum skyldi fórnað með dauða á krossi fyrir aðra. En veik væri hún fyrir hvítasunnunni því að þá væri andinn í öndvegi og auk þess heilagur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir