Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því er féll af borði ríka mannsins og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gerðist það að fátæki maðurinn dó og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu mundu þeir taka sinnaskiptum. En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.“

Lúkasarguðspjall 16.19-31

Hundrað orða hugleiðing

Djúpið milli ríkra og fátækra er alls staðar. Ekki aðeins í Bangladess þar sem fátæku börnin eyða deginum á sorphaugunum í leit að einhverju nýtilegu sem hægt er að selja fyrir mat. Eða í henni Reykjavík þar sem biðraðir eru fyrir utan hjálparsamtök sem gefa lífsnauðsynjar. Við sem búum við gæði þessa lífs og hin sem bölið umlykur. Verðum við hin og þau við? Hver hlýtur huggun? Og hver böl? Meistarinn dregur upp mynd af réttlæti og ranglæti og við göngum prúðbúin um sýningarsalinn og segjum: „Sterk mynd.“ Eða: „Nokkuð góð.“ Jafnvel: „Meiri harkan.“ Einhver spyr: „Hvað kostar hún?“ Sinnaskipti?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Einu sinni var maður nokkur ríkur er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því er féll af borði ríka mannsins og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gerðist það að fátæki maðurinn dó og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu mundu þeir taka sinnaskiptum. En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum láta þeir ekki heldur sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum.“

Lúkasarguðspjall 16.19-31

Hundrað orða hugleiðing

Djúpið milli ríkra og fátækra er alls staðar. Ekki aðeins í Bangladess þar sem fátæku börnin eyða deginum á sorphaugunum í leit að einhverju nýtilegu sem hægt er að selja fyrir mat. Eða í henni Reykjavík þar sem biðraðir eru fyrir utan hjálparsamtök sem gefa lífsnauðsynjar. Við sem búum við gæði þessa lífs og hin sem bölið umlykur. Verðum við hin og þau við? Hver hlýtur huggun? Og hver böl? Meistarinn dregur upp mynd af réttlæti og ranglæti og við göngum prúðbúin um sýningarsalinn og segjum: „Sterk mynd.“ Eða: „Nokkuð góð.“ Jafnvel: „Meiri harkan.“ Einhver spyr: „Hvað kostar hún?“ Sinnaskipti?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir