Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

En Sakaría faðir hans fylltist heilögum anda og mælti af spámannlegri andagift:
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels,
því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.
Hann hefur reist oss horn hjálpræðis
í húsi Davíðs þjóns síns
eins og hann talaði fyrir munn sinna heilögu spámanna frá öndverðu,
frelsun frá óvinum vorum
og úr höndum allra er hata oss.
Hann hefur auðsýnt feðrum vorum miskunn
og minnst síns heilaga sáttmála,
þess eiðs er hann sór Abraham föður vorum
að hrífa oss úr höndum óvina
og veita oss að þjóna sér óttalaust
í heilagleik og réttlæti fyrir augum hans alla daga vora.
Og þú, sveinn, munt nefndur verða spámaður Hins hæsta
því að þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans
og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu
sem er fyrirgefning synda þeirra.
Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors.
Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor
og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans
og beina fótum vorum á friðar veg.
En sveinninn óx og varð þróttmikill í anda. Hann dvaldist í óbyggðum til þess dags er hann skyldi koma fram fyrir Ísrael.

Lúkasarguðspjall 1. 67-80

Hundrað orða hugleiðing

Dularfullt er hlutverk Jóhannesar skírara sem einhvers konar andlegs veghefilsstjóra æðri máttarvalda. Hann á að gera allt klárt áður en meistarinn frá Nasaret kemur. Erfitt er að tengjast frásögn sem segir skaparann vitja heimsins eins og biblíumálið orðar það og notar jötu, fóðurtrog, sem fyrsta stopp. Guðar mildilega á glugga veraldar. Frelsarinn er eins og blessuð sólin sem lýsir mönnum en strákslegur Jóhannes skírari aðstoðar okkur með vandræði sjálfsafgreiðslukassa hversdagsins og jötulaga innkaupakerru. Beinir fótum okkar á friðar veg, segir þar. Efumst því að þungar heimsdrunur stríðs og ógnar yfirgnæfa friðarhöfðingjann og tortíma. Það er oft einhver óvættur á pokasvæðinu.

.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

En Sakaría faðir hans fylltist heilögum anda og mælti af spámannlegri andagift:
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels,
því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.
Hann hefur reist oss horn hjálpræðis
í húsi Davíðs þjóns síns
eins og hann talaði fyrir munn sinna heilögu spámanna frá öndverðu,
frelsun frá óvinum vorum
og úr höndum allra er hata oss.
Hann hefur auðsýnt feðrum vorum miskunn
og minnst síns heilaga sáttmála,
þess eiðs er hann sór Abraham föður vorum
að hrífa oss úr höndum óvina
og veita oss að þjóna sér óttalaust
í heilagleik og réttlæti fyrir augum hans alla daga vora.
Og þú, sveinn, munt nefndur verða spámaður Hins hæsta
því að þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans
og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu
sem er fyrirgefning synda þeirra.
Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors.
Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor
og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans
og beina fótum vorum á friðar veg.
En sveinninn óx og varð þróttmikill í anda. Hann dvaldist í óbyggðum til þess dags er hann skyldi koma fram fyrir Ísrael.

Lúkasarguðspjall 1. 67-80

Hundrað orða hugleiðing

Dularfullt er hlutverk Jóhannesar skírara sem einhvers konar andlegs veghefilsstjóra æðri máttarvalda. Hann á að gera allt klárt áður en meistarinn frá Nasaret kemur. Erfitt er að tengjast frásögn sem segir skaparann vitja heimsins eins og biblíumálið orðar það og notar jötu, fóðurtrog, sem fyrsta stopp. Guðar mildilega á glugga veraldar. Frelsarinn er eins og blessuð sólin sem lýsir mönnum en strákslegur Jóhannes skírari aðstoðar okkur með vandræði sjálfsafgreiðslukassa hversdagsins og jötulaga innkaupakerru. Beinir fótum okkar á friðar veg, segir þar. Efumst því að þungar heimsdrunur stríðs og ógnar yfirgnæfa friðarhöfðingjann og tortíma. Það er oft einhver óvættur á pokasvæðinu.

.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir