Álftártungukirkja er í Borgarprestakalli, Borgarbyggð, áður Álftaneshreppi, Vesturlandsprófastsdæmi.
Um kirkju í Álftártungu er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Álftártungukirkja var byggð árið 1873 á grunni gömlu torfkirkjunnar sem þar stóð. Fyrir byggingu hinnar nýju kirkju stóð kirkjueigandinn Kristján Kristjánsson (1817-1900) í Hítardal en forsmiður kirkjunnar var Guðni Jónsson (1852-1919), smiður og bóndi á Valshamri í Álftaneshreppi, og hafði hann áður komið að slíku verki. Kirkjan er úr timbri og klædd bárujárni.
Kirkjan hefur tvisvar verið tekin rækilega í gegn. Fyrst 1912 og síðar 1984-1985. Svo er að sjá sem komið sé að þriðju gagngeru viðgerð á kirkjunni.
Hvelfingu kirkjunnar er skipt í reiti og gengur þverbiti yfir milli hliða.
Bekkirnir komu í kirkjuna 1993.
Altaristafla kirkjunnar er eftir Ásgeir Bjarnþórsson (1899-1987), listmálara. Taflan er minningargjöf og gerð 1943 og sýnir Jesú blessa börnin. Stærð hennar: 126×133 cm.
Kirkjan á ýmsa góða gripi, til dæmis þrjá kertastjaka frá 18. öld; kaleikur og patína eru frá fyrri hluta 16. aldar og munu vera elstu gripir kirkjunnar.
Klukkur Álftártungukirkju eru tvær. Sú stærri er frá 1722 en hin minni líklega frá síðmiðöldum.
Heimild: Kirkjur Íslands, 14. bindi, Reykjavík 2009, bls. 89-119.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is
Álftártungukirkja er í Borgarprestakalli, Borgarbyggð, áður Álftaneshreppi, Vesturlandsprófastsdæmi.
Um kirkju í Álftártungu er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Álftártungukirkja var byggð árið 1873 á grunni gömlu torfkirkjunnar sem þar stóð. Fyrir byggingu hinnar nýju kirkju stóð kirkjueigandinn Kristján Kristjánsson (1817-1900) í Hítardal en forsmiður kirkjunnar var Guðni Jónsson (1852-1919), smiður og bóndi á Valshamri í Álftaneshreppi, og hafði hann áður komið að slíku verki. Kirkjan er úr timbri og klædd bárujárni.
Kirkjan hefur tvisvar verið tekin rækilega í gegn. Fyrst 1912 og síðar 1984-1985. Svo er að sjá sem komið sé að þriðju gagngeru viðgerð á kirkjunni.
Hvelfingu kirkjunnar er skipt í reiti og gengur þverbiti yfir milli hliða.
Bekkirnir komu í kirkjuna 1993.
Altaristafla kirkjunnar er eftir Ásgeir Bjarnþórsson (1899-1987), listmálara. Taflan er minningargjöf og gerð 1943 og sýnir Jesú blessa börnin. Stærð hennar: 126×133 cm.
Kirkjan á ýmsa góða gripi, til dæmis þrjá kertastjaka frá 18. öld; kaleikur og patína eru frá fyrri hluta 16. aldar og munu vera elstu gripir kirkjunnar.
Klukkur Álftártungukirkju eru tvær. Sú stærri er frá 1722 en hin minni líklega frá síðmiðöldum.
Heimild: Kirkjur Íslands, 14. bindi, Reykjavík 2009, bls. 89-119.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is