Brautarholtskirkja er á Kjalarnesi. Hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Brot úr elsta máldaga hennar er til, frá 1367, og elsti máldagi hennar sem er heill, er Vilkinsmáldagi frá 1397.

Brautarholtskirkja var reist árið 1857 og framkvæmdir til að koma henni sem næst upphaflegustu útliti hófust 1987 og lauk nokkrum árum síðar.

Í Kirkjum Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, segir svo á bls. 107: „Brautarholtskirkja er meðal elstu timburkirkna á landinu sem hafa varðveist, einungis 16 kirkjur eru eldri…“

Altaristaflan í Brautarholtskirkju er eftir Carl Rudolf Fiebig (1812-1874), olíumálverk: Jesús í Getsemanegarðinum.

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi er í mjög góðu ástandi en þetta brot sýnir að svo hefur ekki alltaf verið – það er á héraðsfundi Kjalarnessþings 29. september 1896 sem sr. Ólafi mælist svo:

(Kirkjublaðið, VI., Rvík, október 1896, 12, bls.191).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Brautarholtskirkja er á Kjalarnesi. Hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Brot úr elsta máldaga hennar er til, frá 1367, og elsti máldagi hennar sem er heill, er Vilkinsmáldagi frá 1397.

Brautarholtskirkja var reist árið 1857 og framkvæmdir til að koma henni sem næst upphaflegustu útliti hófust 1987 og lauk nokkrum árum síðar.

Í Kirkjum Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, segir svo á bls. 107: „Brautarholtskirkja er meðal elstu timburkirkna á landinu sem hafa varðveist, einungis 16 kirkjur eru eldri…“

Altaristaflan í Brautarholtskirkju er eftir Carl Rudolf Fiebig (1812-1874), olíumálverk: Jesús í Getsemanegarðinum.

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi er í mjög góðu ástandi en þetta brot sýnir að svo hefur ekki alltaf verið – það er á héraðsfundi Kjalarnessþings 29. september 1896 sem sr. Ólafi mælist svo:

(Kirkjublaðið, VI., Rvík, október 1896, 12, bls.191).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir